Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Qupperneq 13
úr klefanum og stóð þar og horfði á löndin þjóta hjá. Allt í einu erum við
komin á einhverja brautarstöð Belgíumegin og lestin stansar stutt en nógu
lengi til þess að þarna sá ég mann sem var að klappa fólkinu á axlirnar og
örva það til dáða, svefnuga þjóð sem þar safnaðist á brautarstöðina. Mér
fannst hann eitthvað kunnuglegur og fasið, þetta að vera að vekja framandi
þjóðir úr dái. Allt í einu sé ég að þetta er Skúli boy eins og hann var kallaður,
Skúli Thoroddsen, og ég snarast út til að heilsa honum og hann segir snöggt:
— Hvað viltu? — og ég var flumósa og segi: Kannski einn bjór, takk.
Vandræðalegur og svona. — Já, einn bjór — og upp í lestina aftur, hún var
að fara. — Drífa er hérna í matvagninum, komdu, — og teymir mig þangað.
Og ég fór með honum til að heilsa Drífu og svo segir hann — Þarna er pláss,
sestu. — Ég sagði: Ég hitti ykkur bara á eftir og þá segir Skúli af bragði —
Ertu blankur? Sestu þarna. — Og svo byrjaði veisla með þessu yndislega fólki
og stóð til Kaupmannahafnar. Og einhvers staðar á leiðinni segja þau mér
að þau hafi verið uppi í Gljúfrasteini. Þá höfðu komið í Tímariti Máls og
menningar tveir söguþættir effir mig, líklega 1949. Kristinn var einn af þeim
örfáu sem hafði einhverja trú á þessu og sóttist eftir mínu efni. Þau segja að
Halldór hafi farið upp á loftið að sækja nýkomið tímaritshefti og lesið þessa
þætti fyrir þau og sagt: Er þetta ekki alveg nýr tónn? Þau sögðu mér þessa
sögu og mér þótti það svo mikils virði, þetta var svo mikil uppörvun því ég
þurfti að trúa svo mikið sjálfur á það sem ég var að gera fyrir alla þá sem
vantreystu mér. Þetta þurfti ég að gera, þetta varð ég að gera, þetta átti ég að
gera og þú getur ímyndað þér hvað það var að heyra þetta frá Halldóri
Laxness.
— Halldór Laxness stóð stutt við ískóla og gerðist atvinnuhöfundur kornungur.
Þú segir í bókinni Stríð og söngur að Sigurður Nordal hafi hvattþig til að taka
prófþótt þú skrifaðir.
Já, en það datt mér aldrei í hug. Ég vildi leggja allt undir, þetta var mitt líf.
Sigurður vildi ekki leysa allar festar og láta skeika að sköpuðu. Hann kaus
settlega uppreisn. Hann byrjaði skáldlega með Fornum ástum og hefði
kannski helst viljað vera skáld. Mín ferð var allt önnur en ferðin sem aldrei
var farin.
Á milli eldanna
— Talandi umferðir, það eru ekki alltafmjögglöggskil á milli fyrstu prósabóka
þinna og ferðabókanna, kannski helst staðarnöfnin. Hvarliggja mörkin?
Það er kannsld ekkert mikill munur, þegar maður er að búa til svona
ferðabækur þá notar maður ýmsar aðferðir. Svipir dagsins og nótt til dæmis,
TMM 1994:4
11