Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Side 23

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Side 23
ur í gallaleysi sínu, eins og oft vill verða um jákvæðar söguhetjur, er hinn ofsafengni Hjörleifur fyrirtaks söguefni og getur þó stundum leitt lesandann og Ingólf út í hálfgerða örvinglan. Hann er hrikalegur glanni. Merkilegt má telja hvað Gunnari verður mikið úr þessu þekkta söguefni, og að sama skapi er furðulegt að lesa hjá Kristni E. Andréssyni að Fóstbræður séu „að mestu endursögn fornrita án nýrra viðhorfa eða tilrauna til að móta efnið og án sjálfstæðrar persónusköpunar“.2 Burðarás skáldverksins er per- sónusköpunin og hún er verk höfundarins, unnin úr fátæklegum heimild- um, sem Landnáma og íslendingabók leggja til á svosem fjórum síðum. Hin langa saga Gunnars er sálfræðileg stúdía og reyndar mætti einnig kalla hana drengjabók. Einna gleggst kemur andstæðan milli Ingólfs og Hjörleifs fram þar sem lýst er búskaparlagi þeirra. Fyrsta árið gekk Hjörleifí vel að búa og hafði hann gaman af að segja fyrir verkum; en svo varð hann kærulaus. Menn hans höfðu þó skemmtun af honum og unnu verk sín af alúð. Ingólfur hirti vel um eignir sínar, eignir Leifs voru í vanhirðu. (...) Hið furðulega var að Leifur var í miklum metum hjá hjúum sínum. Hann skammaði þau og beitti til þess allri orðgnótt sinni þangað til röddin varð undan að láta. Hann gat barið þau og spottað og sagt þeim tíu þúsund sinnum að fara norður og niður til Heljar. Og samt undi fólk hjá honum. Það dáði mælsku hans og kröftugan æsinginn. Alltaf var það saga til næsta bæjar ef Leifur reiddist. Og hann var líka þannig gerður að hann gleymdi reiði sinni um leið og hún hafði fengið útrás. Hún fuðraði upp eins og þurrt barr, í einni svipan. Auk þess var smásmygli honum fjarri og hann leyfði hverjum manni að annast verk sín í friði, svo fremi að þeim væri lokið á tilskildum tíma. Hann þótti góður og örvandi húsbóndi. Margar plöntur greru í slóð hans, en aldrei þó jurtin leiðindi. Hjá Ingólfi og hjúum hans var allt með öðrum brag. Hann varð þegar í stað faðir þeirra og forsjón. Hann var umhyggjusamur við gamla fólkið og tryggði því gott ævikvöld, enda þreyttist það aldrei á að biðja honum blessunar. Hann fór oft að fínna það, og alltaf var koma hans líkust góðri gjöf. Hann var jafnlyndur við hjú sín, kröfuharður og lét ánægju sína stillilega í ljós yfir því sem vel var gert. Hins vegar hafði aldrei neinn heyrt ávítur af munni Ingólfs. Hann hafði sinn sérstaka hátt á að sýna vanþóknun, þagði líkt og skeytingarlaus, og hafði það jafnan tilætluð áhrif. Engum var um það gefið að verða fyrir þessari æsingalausu þögn hans. Ingólfur veitti öðrum sérstakt öryggi með kyrrlátu fasi sínu. Hann valdi sér vinnuhjú af kostgæfni, en þess gerðist reyndar sjaldan þörf, því þeir sem eitt sinn réðust í vist til Ingólfs vildu hvergi vera fremur. (Bls. 91,þýðingÁS). TMM 1994:4 21
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.