Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Side 27

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Side 27
og lífsstefna? Nordal sagði sjálfur að hann setti fram kenningu um mann- gerðir eða lífsstefnu. En þetta er auðvitað tvennt ólíkt. Og lét Sigurður það þó gott heita, ef til vill af því að hann hugsaði sér í bjartsýni að viljasterkir menn þyrftu ekki að vera bundnir á klafa persónugerðar sinnar nema upp að vissu marki—eða þá að hann taldi mönnum ekki hollt að hugsa um þetta sem persónugerðir, siðferðislega réttara væri að taka ákvörðun um lífsstefnu sína heldur en að þykjast á valdi persónugerðarinnar (sbr. SN, bls. 71 ).5 En annað í sjálfsmynd kenningarinnar orkar ekki síður tvímælis og það er að í orði kveðnu eru þarna skilgreindar tvær frumgerðir manna eða frumstefnur í lífinu, jafn réttháar. Kenningin hlýtur að gera ráð fyrir að það sé gott að hafa dálítið af hvorutveggja eðlinu, eins og Nordal segir reyndar nokkurn veginn berum orðum (sbr. orð hans um „víxlyrkju" bls. 265-272).6 Og þó að Ingólfur Arnarson sé Leiðtoginn í skáldsögu Gunnars, þá er Hjörleifur kostum prýddur líka; elsta syni Atla jarls þykir vænt um hann, það er gaman að berjast með honum, þrátt fyrir ofsann er hann góður húsbóndi, Ingólfur vildi feginn vera mágur hans og svo framvegis. Fjölhæfnin er af hinu góða, þykir flestum, létt lund og ákafí geta verið mannkostir. En þrátt fyrir þetta „jafnvægi“ tvennra öfga í kenningum Gunnars og Sigurðar er það skilningur minn, að hér sé aðeins um sýndarjafnvægi að ræða. Líkur benda til að í raun og sanni hafi Ingólfur og einlyndið verið hærra skrifað hjá þessum höfundum báðum heldur en Hjörleifur og marglyndið. Þeir settu marksækinn þroska skör hærra en stefnuleysi æskunnar; einlyndi og Ingólfur var þroski, marglyndi og Hjörleifur var vanþroski.7 Sæfarinn Hjörleifur deyr í Fóstbrœðrum en bóndinn Ingólfur lifrr. Þannig má segja að Ingólfseðlið hafi náð yfirhöndinni, að minnsta kosti í bráð. 1918: sigur og kannski Paradísarmissir Árið 1918 unnu íslendingar sigur í sjálfstæðisbaráttunni og endurheimtu fullveldi sitt. Við þau tímamót upphófst stéttapólitík í landinu. Um þetta ræddu Héðinn Valdimarsson og Einar Olgeirsson í greiningu sinni á íslensk- um stjórnmálum á árunum milli stríða, og öll rök hníga að því að þetta sé rétt athugað (sbr. Skuldaskil Héðins). Þá nægir víst að líta á nöfn stjórnmála- flokka um þetta leyti; í stað tilbrigða við Sjálfstæðisflokk, Borgaraflokk, Valtýinga og Heimastjórnarmenn koma hægriflokkur: Ihaldsflokkurinn, miðjuflokkur: Framsóknarflokkurinn og vinstriflokkur: Alþýðuflokkurinn. Þá var það einkum tvennt sem áhrif hafði á flokksaðild manna: framleiðslu- grein þeirra (landbúnaður, verslun, sjávarútvegur) og atvinnutengsl (vinnu- kaupandi, vinnuseljandi). Nú gátu menn hætt að hugsa um Dani og einbeitt sér að því að bítast um krónurnar sem hér voru til skiptanna. En með þessu TMM 1994:4 25
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.