Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Page 27
og lífsstefna? Nordal sagði sjálfur að hann setti fram kenningu um mann-
gerðir eða lífsstefnu. En þetta er auðvitað tvennt ólíkt. Og lét Sigurður það
þó gott heita, ef til vill af því að hann hugsaði sér í bjartsýni að viljasterkir
menn þyrftu ekki að vera bundnir á klafa persónugerðar sinnar nema upp
að vissu marki—eða þá að hann taldi mönnum ekki hollt að hugsa um þetta
sem persónugerðir, siðferðislega réttara væri að taka ákvörðun um lífsstefnu
sína heldur en að þykjast á valdi persónugerðarinnar (sbr. SN, bls. 71 ).5
En annað í sjálfsmynd kenningarinnar orkar ekki síður tvímælis og það
er að í orði kveðnu eru þarna skilgreindar tvær frumgerðir manna eða
frumstefnur í lífinu, jafn réttháar. Kenningin hlýtur að gera ráð fyrir að það
sé gott að hafa dálítið af hvorutveggja eðlinu, eins og Nordal segir reyndar
nokkurn veginn berum orðum (sbr. orð hans um „víxlyrkju" bls. 265-272).6
Og þó að Ingólfur Arnarson sé Leiðtoginn í skáldsögu Gunnars, þá er
Hjörleifur kostum prýddur líka; elsta syni Atla jarls þykir vænt um hann, það
er gaman að berjast með honum, þrátt fyrir ofsann er hann góður húsbóndi,
Ingólfur vildi feginn vera mágur hans og svo framvegis. Fjölhæfnin er af hinu
góða, þykir flestum, létt lund og ákafí geta verið mannkostir.
En þrátt fyrir þetta „jafnvægi“ tvennra öfga í kenningum Gunnars og
Sigurðar er það skilningur minn, að hér sé aðeins um sýndarjafnvægi að
ræða. Líkur benda til að í raun og sanni hafi Ingólfur og einlyndið verið hærra
skrifað hjá þessum höfundum báðum heldur en Hjörleifur og marglyndið.
Þeir settu marksækinn þroska skör hærra en stefnuleysi æskunnar; einlyndi
og Ingólfur var þroski, marglyndi og Hjörleifur var vanþroski.7
Sæfarinn Hjörleifur deyr í Fóstbrœðrum en bóndinn Ingólfur lifrr. Þannig
má segja að Ingólfseðlið hafi náð yfirhöndinni, að minnsta kosti í bráð.
1918: sigur og kannski Paradísarmissir
Árið 1918 unnu íslendingar sigur í sjálfstæðisbaráttunni og endurheimtu
fullveldi sitt. Við þau tímamót upphófst stéttapólitík í landinu. Um þetta
ræddu Héðinn Valdimarsson og Einar Olgeirsson í greiningu sinni á íslensk-
um stjórnmálum á árunum milli stríða, og öll rök hníga að því að þetta sé
rétt athugað (sbr. Skuldaskil Héðins). Þá nægir víst að líta á nöfn stjórnmála-
flokka um þetta leyti; í stað tilbrigða við Sjálfstæðisflokk, Borgaraflokk,
Valtýinga og Heimastjórnarmenn koma hægriflokkur: Ihaldsflokkurinn,
miðjuflokkur: Framsóknarflokkurinn og vinstriflokkur: Alþýðuflokkurinn.
Þá var það einkum tvennt sem áhrif hafði á flokksaðild manna: framleiðslu-
grein þeirra (landbúnaður, verslun, sjávarútvegur) og atvinnutengsl (vinnu-
kaupandi, vinnuseljandi). Nú gátu menn hætt að hugsa um Dani og einbeitt
sér að því að bítast um krónurnar sem hér voru til skiptanna. En með þessu
TMM 1994:4
25