Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Blaðsíða 32

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Blaðsíða 32
senda kenningu þeirra til föðurhúsanna. Eða hverjir skyldu það hafa verið sem Sigurður Nordal vildi alls ekki að fengju fyrirgefningu? Hvar var órétt- lætið? Harðnar á dalnum — kreppan mikla Eins og ég hef rakið í bók minni, Laxness ogþjóðlífið 2 (1987), er það ekki tilviljun að Halldór Laxness lætur framsóknarmanninn í Sjálfstæðu fólki (1934-1935) heita Ingólf Arnarson Jónsson. Halldór var þarna að skrifa sérstaklega gegn þeirri hugmynd að heldri menn hefðu numið ísland; landnám felst að hans dómi í að yrkja jörðina í sveita síns andlitis en ekki í því að komast til mannaforráða og láta þræla vinna verkin. En auk þeirra atriða sem rakin eru í bók minni er vert að árétta sérstaklega tengsl Sjálfstœðs fólksvið Fóstbrœður Gunnars Gunnarssonar og jafnvel þá persónuleikakenn- ingu sem finna má í þeirri sögu og í fyrirlestrum Sigurðar Nordals, sem fyrr var getið. Einnig er gaman að bera Sjálfstætt fólk saman við sögur Sigurjóns Jóns- sonar. Ingólfur Arnarson Jónsson er þorpari í líkum skilningi og Jón á Grund hjá Sigurjóni Jónssyni. Hann barnar saklausa stúlku (Rósu) eins og Jón (Láru) og kemur faðerninu á annan (Bjart) eins og Jón (á Áskel). Báðir eru þeir synir vel stæðra héraðshöfðingja. Báðir príla upp mannfélagsstigann og enda sem ráðherrar í Reykjavík. En mjög athyglisverð breyting er frá Sigurjóni til Halldórs — eða frá fullveldisárunum til kreppuáranna: Þessi upprennandi flautaþyrill og þjóð- arleiðtogi er í eldri sögunni Hjörleifsgerðar, en í þeirri yngri er hann aftur á móti Ingólfsgerðar. Af hverju skyldi þessi munur stafa? Svarið liggur að nokkru leyti í ofansögðu. Hjörleifsgerðin var auðveld bráð. Það var tiltölulega létt verk að setja út á lífsstíl hins marglynda, mannsins sem reikar frá einu í annað og vantar alla stefnufestu. Gunnar Gunnarsson hélt líka áfram að skrifa á fjórða áratugnum lofgerðir um Ingólfsgerðina, svo sem í Jord og Hvide-Krist, hinn ákveðna, tiginmannlega og trúaða foringja. Það var auðvelt að ráðast á ræfilinn Hjörleif, fljótfæran og hálfvitlausan. En Ingólf?!! Vogaði einhver sér að deila á hetjuna góðu, sjálft upphaf og frumtákn íslensku þjóðarinnar? Var það yfirleitt hægt? —Já. Það gerði Halldór Laxness í Sjálfstæðu fólki. Þar vegur Halldór á þeim stað í fylkingu íhaldsmanna sem hún var þéttust fyrir, vegur að þeim sem fram að því hafði verið talinn svo góður og pottþéttur, tiginn og traustur, með festulegt augnaráðið, elskaður af hjúum, bóndinn, landneminn — höfðinginn. 30 TMM 1994:4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.