Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Page 38

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Page 38
ylur ástarljóðsins og sigurvissa herhvatarinnar, lotning fagnaðaróðsins til fslands og ágeng sannfæring áróðursins. Ekkert eitt þessara ljóðbrota skapar heildarmyndina, heldur lifnar ættjarðarljóðið við tengingu þeirra allra. í orðinu œttjarðarljóð felst vísbending um myndmál þessara kvæða. Fólkið rekur œtt sína til þeirrar veru sem fóstraði það. í öllum ættjarðarljóðum verður vart spennu milli mannfólks og náttúru, frjálst landið hvetur ánauð- ugan íslending til dáða, sveitirnar minna hann á liðna sögu, horfna gullöld. Maðurinn verður að sýna fjallkonunni, fóstru sinni, að hann sé verðugur keltu hennar. Eitt lífsseigasta táknið fyrir ættjörðina er konan: móðirin sem varðveitir barn sitt í skauti sér eða fjallkonan sem situr eins og drottning búin skautbúningi fjallanna í hásæti sínu. Tvær upphafnar helgimyndir skáld- anna. Ættjarðarljóð urðu fyrst til þegar átjándu aldar menn vöknuðu við vond- an draum einokunar og doða, og tóku að eggja þjóð sína til dáða. Eggert Ólafsson, vandlætishetja Fjölnismanna, yrkir sennilega fyrsta ljóðið í þessum anda, þegar hann ávarpar fósturmóður sína svofelldum orðum: Island ögrum skorið eg vil nefna þig sem á brjóstum borið og blessað hefur mig. ísland er móðirin sem fóstrar og nærir skáldið. Sú kvenímynd af Islandi varð órofa tengd frelsisbaráttu þjóðarinnar og líkamnast loks í fjallkonunni með ‘faldi háum’, sem flytur ættjarðarljóð á hátíðarstundu. Kvæði Eggerts felur ekki í sér eggjun eða herhvatningu, heldur lýtur hann landinu og biður því guðs blessunar. Jónas Efallgrímsson fullskapar og mótar ættjarðarljóðið í því kvæði sem í vissum skilningi ber nafn fýrsta ættjarðarljóðsins með réttu. ísland! farsældafrón og hagsælda, hrímhvíta móðir! Hvar er þín fornaldarfrægð, frelsið og manndáðin best? ísland farsœlda frón fylgdi fyrsta árgangi Fjölnis úr garði árið 1835. Kvæðið hefur ekki aðeins að geyma söguskoðun og upphafna náttúrusýn Jónasar, heldur hefur það einörðu pólitísku hlutverki að gegna. Þetta ádeilukvæði felur í sér brýningu Fjölnismanna til þjóðarinnar. Boðskapur þess er ekki aðeins athygli verður, heldur er vert að íhuga hvar hann birtist. Boðun fagnaðarerindisins valt á prentmálinu. Kvæðið var birt í tímariti sem skyldi uppfræðaþjóðina. Fjölnir var með fyrstu íslensku tímaritunum ogvar líklegt að þetta ættjarðarljóð myndi ná eyrum margra. Þeir sem réðu yfir hinum ungu fjölmiðlum aldarinnar stjórnuðu innrætingunni, rétt eins og gerist í 36 TMM 1994:4
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.