Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Page 40
Segja má að ættjarðarljóðið hafi lokið lifandi hlutverki sínu í endurreisn
þjóðarinnar þegar fjallkonan steig út úr ljóðinu og inn í mannlegt samfélag.
Þegar huldukonan í hamrinum varð að dauðlegri mey var frelsisdraumur
skáldsins orðinn að veruleika og skáldlegrar líkingar ættjarðarljóðsins ekki
lengur þörf. Hin kvenlega fósturjörð breyttist í dauðlega, snertanlega, ís-
lenska konu í skautbúningi. Á þeirri stundu hafði frelsismarkinu verið náð;
og fjallkonan verið hamin.
Það er rökrétt að þessi stökkbreyting skuli fyrst hafa átt sér stað í byggðum
íslendinga í Vesturheimi, sem reyndu að muna fósturjörðina er horfin var
sjónum þeirra. En borgarmenning hins nýja íslands þurfti líka að muna
þessa upphöfnu mynd og hylla fjöllin og sveitina á hátíðarstundum. f
leikgerð íslenska lýðveldisins lofar fjallkonan sjálfa sig með sérkennilegum
— jafnvel óviðurkvæmilegum — hætti. Lofsöngurinn orðinn að sjálfshóli.
En örlítið sjálfshól er stundum nauðsynlegt til að herða trú hins veika og
minnimáttar á tilverurétt sinn, og getur jafnvel falið í sér einhvern sannleiks-
brodd. Ættjarðarljóðin varðveita í sér einlæga drauma fslendinga um betra
líf í þessu hrjóstruga, einangraða landi. Þau reka áróður fyrir samstöðu og
sjálfstæðisþrá, boða gagnrýnislausa trú á ágæti lands og þjóðar. En þau eru
ekki bara snyrtilegar umbúðir utan um fallega glansmynd af sígrænum
sumardegi, því undir niðri leynist sannur kjarni sem snertir vitund okkar.
Þennan kjarna skynjum við kannski þegar við lítum, eins og Bjartur og
sauðkindin, til jökla á fögrum haustdegi, erum alein með landinu og finnum
okkur:
... [upphafm] yfir hinn smámunalega hversdagsleik bygðanna og
[lifum] í þeirri undursamlegu frelsisvitund sem við ekkert er
líkjandi, nema ef vera skyldi við ættjarðarást sauðkindarinnar
sjálfrar, sem deya mundi á fjöllum sínum, væri henni ekki smalað
til bygða með hundum.
Þetta erindi var flutt á Lýðveldisdagskrá Háskóla íslands
(Háskóli íslands og íslenska lýðveldið) 19. júní 1994
og birtist hér í nœr óbreyttri mynd.