Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Side 43

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Side 43
Annað segir ekki um hlutverk fullveldis í sögu þjóða. Með öðrum orðum: svo er látið í veðri vaka sem fullveldi og þjóðríki séu fyrst og síðast ill tól í höndum fólskra einvalda til að sameina þegna sína til landvinninga! Það er látið lönd og leið, að fullvalda þjóðríki hefur einkum verið markmið þjóða sem einvaldar og stórveldi höfðu brotið undir sig eða tvístrað. Með útlegg- ingu sinni hunsar ráðherrann gjörsamlega þá reynslu íslendinga sjálfra af fullvalda þjóðríki sínu, að það hefur verið þeim giska drjúgt til framfara á sviði menningar og atvinnuhátta og tryggt þeim til þessa forræði yfir þeim auðlindum sem landsmenn verða að lifa af. Við erum stödd í einhverskonar Newspeak Georges Orwells, það er unnið að því að grafa undan orðum og skipta um merkingu þeirra. „Stríð er friður“, sagði Sannleiksráðuneytið í skáldsögu Orwells „1984“, fullveldi er helsi segir hér og nú. Fjötur um fót. Og samt er enn einhver tilfinning eftir sem bannar að það sé talað opinskátt um að skerða fullveldi eða farga því. Annaðhvort eru settar á langar tölur um að í rauninni sé ekki verið að rýra fullveldið (eins og þegar róið var með okkur inn í EES, Evrópska efnahagssvæðið). Eða þá að notuð er einhverskonar feluformúla um athæfíð, boðið upp á skrauthvörf: Við afsölum okkur ekki fullveldi við „deilum sjálfstæði okkar með öðrum“, eins og segir í nýlegu viðtali við alþingismann. Næsta stutt er þá í pólitíska þverstæðuguðfræði á borð við þá að segja: „Eina leiðin tii að varðveita fullveldið er að farga því.“ Nauðhyggja gegn lýðræði Lotning fyrir valdi ruglar alla pólitíska dómgreind vegna þess að hún leiðir næstum því óhjákvæmilega til þess, að menn trúa því að ríkjandi þróun hljóti að halda áfram. Sá sem hefur betur á líðandi stundu sýnist ósigrandi. George Orwell Ef fullveldið er ekki beinlínis talið skaðræðisgripur (réttlæting landvinn- inga!) þá er andvarpað þungan og sagt: Fullveldi er svosem ágætt, en því miður, það er óframkvæmanlegt. Það er rétt eins og ástarsælan skammvinna. Fleimurinn er orðinn svo lítill og hver þjóð er annarri háð. Þessu andvarpi fylgir venjulega sú athugasemd, að brýn nauðsyn á al- þjóðasamningum um ráðstafanir gegn mengun og annarri spillingu um- hverfis, sem og kröfur um að mannréttindi séu virt um allan heim, séu dæmi um það að fullveldi hljóti að víkja fyrir heildarhagsmunum mannkyns. Þessi tvö atriði, mengun og mannréttindi, eru sjálfsögð og eðlileg í um- ræðunni. Þau minna á það að algjört fullveldi er ekki til og getur ekki orðið TMM 1994:4 41
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.