Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Page 43
Annað segir ekki um hlutverk fullveldis í sögu þjóða. Með öðrum orðum:
svo er látið í veðri vaka sem fullveldi og þjóðríki séu fyrst og síðast ill tól í
höndum fólskra einvalda til að sameina þegna sína til landvinninga! Það er
látið lönd og leið, að fullvalda þjóðríki hefur einkum verið markmið þjóða
sem einvaldar og stórveldi höfðu brotið undir sig eða tvístrað. Með útlegg-
ingu sinni hunsar ráðherrann gjörsamlega þá reynslu íslendinga sjálfra af
fullvalda þjóðríki sínu, að það hefur verið þeim giska drjúgt til framfara á
sviði menningar og atvinnuhátta og tryggt þeim til þessa forræði yfir þeim
auðlindum sem landsmenn verða að lifa af.
Við erum stödd í einhverskonar Newspeak Georges Orwells, það er unnið
að því að grafa undan orðum og skipta um merkingu þeirra. „Stríð er friður“,
sagði Sannleiksráðuneytið í skáldsögu Orwells „1984“, fullveldi er helsi segir
hér og nú. Fjötur um fót. Og samt er enn einhver tilfinning eftir sem bannar
að það sé talað opinskátt um að skerða fullveldi eða farga því. Annaðhvort
eru settar á langar tölur um að í rauninni sé ekki verið að rýra fullveldið (eins
og þegar róið var með okkur inn í EES, Evrópska efnahagssvæðið). Eða þá
að notuð er einhverskonar feluformúla um athæfíð, boðið upp á skrauthvörf:
Við afsölum okkur ekki fullveldi við „deilum sjálfstæði okkar með öðrum“,
eins og segir í nýlegu viðtali við alþingismann. Næsta stutt er þá í pólitíska
þverstæðuguðfræði á borð við þá að segja: „Eina leiðin tii að varðveita
fullveldið er að farga því.“
Nauðhyggja gegn lýðræði
Lotning fyrir valdi ruglar alla pólitíska dómgreind vegna þess að
hún leiðir næstum því óhjákvæmilega til þess, að menn trúa því að
ríkjandi þróun hljóti að halda áfram. Sá sem hefur betur á líðandi
stundu sýnist ósigrandi.
George Orwell
Ef fullveldið er ekki beinlínis talið skaðræðisgripur (réttlæting landvinn-
inga!) þá er andvarpað þungan og sagt: Fullveldi er svosem ágætt, en því
miður, það er óframkvæmanlegt. Það er rétt eins og ástarsælan skammvinna.
Fleimurinn er orðinn svo lítill og hver þjóð er annarri háð.
Þessu andvarpi fylgir venjulega sú athugasemd, að brýn nauðsyn á al-
þjóðasamningum um ráðstafanir gegn mengun og annarri spillingu um-
hverfis, sem og kröfur um að mannréttindi séu virt um allan heim, séu dæmi
um það að fullveldi hljóti að víkja fyrir heildarhagsmunum mannkyns.
Þessi tvö atriði, mengun og mannréttindi, eru sjálfsögð og eðlileg í um-
ræðunni. Þau minna á það að algjört fullveldi er ekki til og getur ekki orðið
TMM 1994:4
41