Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Síða 49

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Síða 49
ættarhroki og stéttarhroki og allur þessi hroki er á sömu nótum og þjóð- remban — en hún er háskalegust af þessu öllu. Við þeim ósköpum er það svar helst að ítreka það sem áður sagði: þjóðernishyggja er ekki fastur hryggjarliður í skrokk sögunnar, hún er breytileg staðreynd, hana má hafa til ills og góðs. Þjóðernishyggjan sem þjóðríkin vissulega rísa á, hún kemur með fullum krafti til sögu þegar einveldi kónga og keisara víkur fyrir þingræði. Það kemur eyða í sálarlífið þar sem áður trónaði vor allranáðugasti arfakóngur, hana verður að fylla með hollustu af nýjum toga er snýst um „la nation“, um þjóðina. Og það er vafalaust af hinu góða. Þjóðernishyggjan sundraði stór- veldum eins og Austurríki-Ungverjalandi og hún sameinaði sundraðar þjóð- ir eins og Itali. Þjóðernishyggjan tengist og því að lýðræði og menntun hafa aukist, ekki síst því að stjórnmálamenn verða að tala við kjósendur á máli sem þeir skilja. Alþýðumenntun verður til að hleypa miklu kappi í kinn þjóðernissinnum: smáþjóðamenn vilja skóla á sínu máli, stórþjóðir sem drottna yfir smærri þjóðum (t.d. Frakkar eða Rússar) reyna að sínu leyti að nota almenna skóla til að gera sínar tungur allsráðandi í ríkinu. Þjóðernishyggja kemur með ýmsum hætti inn í stéttaátök og flokka- mynstur. Þjóðernishyggja gat verið hugmyndafræði borgarastéttar sem var að koma á sinni nasjónalökónómíu og vildi finna sér í henni vörn gegn samkeppni frá þeim ríkjum sem lengra voru komin. Þjóðernishyggja var stundum tæki í höndum yfirstétta, svipa sem beitt var heima fyrir á alþýðu- hreyfingar, sem veifuðu rauðum fána alþjóðahyggju: Öreigar allra landa sameinist! Þjóðernishyggja var einatt hugmyndafræði smáborgarans, smá- bóndans, sem leituðu í henni að vörn gegn ýmsum óþægilegum fyrirbærum nútímans. Þjóðernishyggju var beitt fyrir vagn hins fasíska yfirgangs sem ætlaði í heimsstyrjöldinni síðari að koma á „nýskipan mála“ í allri Evrópu. En það var svo baráttan við þann sama fasisma sem gerði hina róttæku að þjóðernissinnum og kom á merkilegri samstillingu rauða fánans og þjóð- fánans: Franskir jafnt sem danskir og slóvakískir andspyrnumenn mættu aftökusveitum hernámsliðsins með vígorðum um föðurlandið og bylting- una. Nú á dögum eru þeir ríku alþjóðasinnar, enda er það þeim í hag að geta hlaupið milli landa með fé sitt eins og þeim sýnist, án tillits til þarfa heimaríkisins og án þess að skattayfirvöld einstakra ríkja fái rönd við reist. Þjóðernishyggja færist um leið í vaxandi mæli til þeirra sem verr eru settir, sem eiga hvorki aura né akkúrat þá sérhæfðu menntun sem leyfir þeim að nýta þau „tækifæri“ sem alþjóðlegt fjármagnsfrelsi gefur — en reyndar aðeins tiltölulega fáum. TMM 1994:4 47
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.