Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Qupperneq 51

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Qupperneq 51
heiminum. Gegn því að allir hermdu eftir því sem Frakkar gerðu — hvort það var að byggja hús, syngja, skrifa, sníða föt ( rétt eins og allir herma eftir Amríkönum nú á dögum) tefldi Herder aðáun sinni á jafnt indverskri menningu sem norskri; í stað þess að allir eltu eina fyrirmynd hélt hann fram ágæti friðsamlegrar sambúðar margskonar menninga. Þetta var kenning hins virka umburðarlyndis. Isaiah Berlin segir á þessa leið um hugmyndir Herders í ritgerð sinni „The Pursuit of the Ideal“: „Þeir sem tilheyra einni menningu geta í krafti innsæis skilið gildi, hug- sjónir og lífsform annarrar menningar og samfélags, eins þótt fjarlæg séu í tíma og rúmi. Má vera að menn geti ekki fallist á þessi gildi, en ef þeir opna hug sinn nógsamlega þá geta þeir skilið hvernig aðrir geta verið fullgildir menn, sem vel er hægt að umgangast, eins þótt þeir lifi í birtu gilda sem eru mjög frábrugðin þeim sem við höfum í heiðri — gilda sem engu að síður eru tekin sem verðmæti, markmið í lífinu, sem menn geta sótt sér lífsfyllingu í að fylgja" Þetta er nokkuð gott, sagði séra Jón Prímus þegar hann loksins sló upp Biflíunni. Þjóðernishyggja í þessum skilningi er ekki aðeins friðsamleg og umburðarlynd — og mun ekki af veita! Hún er um leið ein höfuðforsenda fyrir sjálfstrausti þjóða, bæði þeirra sem standa höllum fæti andspænis þjóðum sem á hverjum tíma hafa náð forystu í tækni og vígbúnaði, og svo þeirra smáþjóða sem þurfa vegna sjálfrar smæðar sinnar sífellt að spyrja sjálfa sig að því hvort þær geti haldið áfram að vera til. Eins og til dæmis íslendingar. Þjóðerni, tunga, höfðatala. Eg hefi aldrei enn heyrt, hversu margar þúsundir að höfðatölu ein þjóð þurfi að vera til þess að geta talið til þjóðréttinda, ef hún vill skeyta þeim. Jón Sigurðsson Gleymum því ekki, þegar við tökum ofan fyrir Herder, að framan af nítjándu öld var virðingu eða virðingarleysi fyrir þjóðmenningu og sérkennum þjóða oftar en ekki hnýtt aftan í ríkjandi framfaraskilning. Þjóðernishyggja var því aðeins góð og réttlætanleg ef hún passaði inn í ákveðið mynstur. Ef hún sameinaði (ítali og Þjóðverja til dæmis), ef hún endurreisti rétt þjóða sem báru virðingarheitið „sögulegar þjóðir“. Það var talið sjálfsagt að róttækling- ar og keisaraféndur nítjándu aldar styddu þjóðfrelsisbaráttu ítala og Pólverja — en þeir hinir sömu gátu vel farið fyrirlitningarorðum um „sögulausar“ þjóðir eins og t.d. Tékkar fengu að heita. TMM 1994:4 49
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.