Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Qupperneq 52
Sumar þjóðir voru semsagt rétthærri en aðrar — vegna ríkjandi skilnings
á því hvað framfarir væru. Sumar þjóðir voru taldar of smáar og vanmáttugar
til að eiga líf framundan. Af þessu má segja ótal dæmi. John Stuart Mill taldi
engan vafa á því að það væri best fyrir Walesbúa Bretlands og Bretóna
Frakklands að gefa upp á bátinn alla þjóðlega sérvisku og njóta þeim mun
betur allra „fríðinda“ sem fylgdu því að vera breskur og franskur þegn í stað
þess að:
„híma með ólund á sínum klettum eins og hálfvilltar effirlegukindur
liðinna tíma og snúast þar á sinni litlu andlegu braut án þátttöku í eða áhuga
á allsherjar framvindu heimsins“
Þessi heimspekingur (sem talaði nákvæmlega eins og talað er núna við
íslenska og norska efasemdamenn um ágæti þeirra „fríðinda" að ganga inn
í Evrópusambandið) á sér marga skoðanabræður. Kautsky, sá þekkti höfðingi
sósíaldemókrata, Tékki að uppruna, sagði til dæmis: „Notkun þjóðtungna
mun í vaxandi mæli verða takmörkuð við heimilið og jafnvel þar verður með
þær farið eins og gamlar fjölskyldumublur sem við sýnum sóma þó ekki
komi þær að miklum notum“. Og meira að segja þeir sem höfðu mjög sterkar
tilfinningar til sinnar tungu eins og velski klerkurinn Griffiths, þeir andvarpa
daprir: „Leyfum henni (velskri tungu) að deyja með friði og sóma. Þótt hún
sé okkur kær þá munu fáir vilja tefja fyrir hennar dauðafró. En engin fórn
væri of mikil til að koma í veg fyrir að tungan verði drepin“.
Það er með öðrum orðum ekki beðið um annað en að smáþjóðatungur,
(á velsku hafa líklega talað á þeim tíma um 700 þúsundir manna) fái að deyja
í friði án þess að þær séu beittar ofbeldi.
Það verður svo íslendingum til láns, að þeir fara ekki inn á þessa uppgjaf-
arbraut og neita að trúa dapurlegum spádómum hollvinar síns, danska
málfræðingsins Rasks, um að íslenskan muni senn út af deyja. Vissulega gat
svo farið, eins þótt við nytum góðs af landfræðilegri einangrun, því málfé-
lagið íslenska var skelfilega smátt. En við nutum þá þegar góðs af því að eiga
eigin bókmenntir, Biblíu, læsi, sem og menntamenn, presta og sýslumenn,
sem töluðu mál landsmanna. Við vorum allvel í stakk búnir til að taka upp
boðskap Herders og honum skyldra manna: þann boðskap að hver þjóð-
menning væri merkileg og á vetur setjandi. Við gátum komið okkur upp því
sjálfstrausti sem segir fyrst og síðast: Við getum þetta allt sjálfir, við getum
ráðið við nútímann. Og veigamikill þáttur í því er að nota okkar tungu til
allra hluta. í byrjun nítjándu aldar er íslenska að einhverju leyti í svipaðri
stöðu og velska: skáldskaparmál ágætt en það á eftir að nota það til ýmissa
hluta sem lúta að þekkingu og fræðum tímans. Og okkar forystumönnum
kemur ekki annað til hugar en að hægt sé að skrifa um hvaðeina á íslensku
og þá líka að hægt væri að kenna hvað sem væri á íslensku.
50
TMM 1994:4