Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Page 54
um landamærum eftir þjóðerni. Júgóslavía er hörmulegt dæmi um það
hvernig farið getur þegar menn flýta sér að búta ríki niður. Það er skylt að
viðurkenna að ekki er hægt að leysa öll þjóðernamál með því að stofna ný
þjóðríki. Og þá skiptir mestu máli, að í ríkjum nokkurra eða margra þjóða
njóti smærri þjóðir fyllstu mannréttinda. Ekki síst þeirra réttinda að nota
sína eigin tungu sem Kúrdar hafa enn ekki fengið í Tyrklandi, svo nærtækt
dæmi úr Natóríki sé nefnt.
Sem fyrr segir: þegar til að mynda Katalanir lofa ESB þá er það vegna þess,
að í þeirra stöðu er það næstbesti kosturinn — lakari en sjálfstæði, en skárri
en að eiga allt að sækja til Madrid. Við íslendingar erum einfaldlega í annarri
stöðu eins og allir vita, eyþjóð, ein í landinu, eigum drjúga menningarhefð
og enginn efast um réttmæti þess að við skyldum stofna fullvalda ríki á sínum
tíma. Leiðin til Brussel getur ekki verið tengd ávinningum á því sviði heldur
afsali á ýmsu því sem við áttum okkur til halds og trausts.
En gerir það nokkuð til? er spurt á þessum misserum. Getum við ekki
haldið tungu og menningu án þess að ríghalda í fullveldið?
Vissulega er það rétt að menning smáþjóðar þarf ekki að hrynja á skammri
stundu þótt hún búi við skert fullveldi eða jafnvel afsali sér því. Og enginn
óttast í hinu evrópska dæmi að smáþjóðir verði beittar einhverju harðræði
eins og áður tíðkaðist þegar börnum í Bretlandi og Frakklandi sem töluðu t.d.
velsku eða bretónsku í skólanum sínum var refsað fyrir það. Það getur meira
en verið, að til verði ýmsir sjóðir fyrir smáþjóðir að sækja í sem fyrr segir. En
við ættum að hafa það í huga að engin menning lifir á því að gera út á sjóði,
sem verða einskonar blanda af góðgerðastarfsemi og mútu (hér er dúsa, tottið
þið hana og verið ekki með vandræði!). Halldór Laxness sagði á Listamanna-
þingi 1964: „Það er því miður ekki líklegt að raunveruleg menníngarafrek fáist
eftir pöntun þó borgað sé út í hönd eða jafnvel íyrirfram."
Vandi sá sem smáþjóðamenning í Evrópu verður í stödd í yfirþjóðlegri
Evrópu er hvorki tengdur beinu ofbeldi né peningaskorti.
Þegar við horfum til þeirrar samtvinnunar félagslegra, pólitískra og
menningarlegra þátta sem gefur þjóðmenningu styrk og rödd til að segja
eitthvað sem um munar, þá er mikill munur á því hvort verið er að sækja
fram til fullveldis eða rýra kosti þess sama fullveldis. Þegar sótt er fram, þá
stofna menn háskóla á íslandi, þvert ofan í alla „skynsemi“, að maður ekki
tali um markaðslögmál. Þegar hörfað er, þá fara menn að velta því fyrir sér,
hvort ekki eigi kannski að fara að ráðum erlendra gesta og kenna á ensku í
þeim sama háskóla — til þess að laða að erlenda stúdenta, til að „markaðs-
setja" skólann. Þegar menn eru enn í sjálfstæðisham, þá vilja þeir ekki sætta
sig við erlent herstöðvarsjónvarp, þótt ókeypis sé, þeir vilja íslenskt sjónvarp
þótt það kosti töluvert — með sömu rökum og það var sjálfsagt að íslend-
52
TMM 1994:4