Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Qupperneq 54

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Qupperneq 54
um landamærum eftir þjóðerni. Júgóslavía er hörmulegt dæmi um það hvernig farið getur þegar menn flýta sér að búta ríki niður. Það er skylt að viðurkenna að ekki er hægt að leysa öll þjóðernamál með því að stofna ný þjóðríki. Og þá skiptir mestu máli, að í ríkjum nokkurra eða margra þjóða njóti smærri þjóðir fyllstu mannréttinda. Ekki síst þeirra réttinda að nota sína eigin tungu sem Kúrdar hafa enn ekki fengið í Tyrklandi, svo nærtækt dæmi úr Natóríki sé nefnt. Sem fyrr segir: þegar til að mynda Katalanir lofa ESB þá er það vegna þess, að í þeirra stöðu er það næstbesti kosturinn — lakari en sjálfstæði, en skárri en að eiga allt að sækja til Madrid. Við íslendingar erum einfaldlega í annarri stöðu eins og allir vita, eyþjóð, ein í landinu, eigum drjúga menningarhefð og enginn efast um réttmæti þess að við skyldum stofna fullvalda ríki á sínum tíma. Leiðin til Brussel getur ekki verið tengd ávinningum á því sviði heldur afsali á ýmsu því sem við áttum okkur til halds og trausts. En gerir það nokkuð til? er spurt á þessum misserum. Getum við ekki haldið tungu og menningu án þess að ríghalda í fullveldið? Vissulega er það rétt að menning smáþjóðar þarf ekki að hrynja á skammri stundu þótt hún búi við skert fullveldi eða jafnvel afsali sér því. Og enginn óttast í hinu evrópska dæmi að smáþjóðir verði beittar einhverju harðræði eins og áður tíðkaðist þegar börnum í Bretlandi og Frakklandi sem töluðu t.d. velsku eða bretónsku í skólanum sínum var refsað fyrir það. Það getur meira en verið, að til verði ýmsir sjóðir fyrir smáþjóðir að sækja í sem fyrr segir. En við ættum að hafa það í huga að engin menning lifir á því að gera út á sjóði, sem verða einskonar blanda af góðgerðastarfsemi og mútu (hér er dúsa, tottið þið hana og verið ekki með vandræði!). Halldór Laxness sagði á Listamanna- þingi 1964: „Það er því miður ekki líklegt að raunveruleg menníngarafrek fáist eftir pöntun þó borgað sé út í hönd eða jafnvel íyrirfram." Vandi sá sem smáþjóðamenning í Evrópu verður í stödd í yfirþjóðlegri Evrópu er hvorki tengdur beinu ofbeldi né peningaskorti. Þegar við horfum til þeirrar samtvinnunar félagslegra, pólitískra og menningarlegra þátta sem gefur þjóðmenningu styrk og rödd til að segja eitthvað sem um munar, þá er mikill munur á því hvort verið er að sækja fram til fullveldis eða rýra kosti þess sama fullveldis. Þegar sótt er fram, þá stofna menn háskóla á íslandi, þvert ofan í alla „skynsemi“, að maður ekki tali um markaðslögmál. Þegar hörfað er, þá fara menn að velta því fyrir sér, hvort ekki eigi kannski að fara að ráðum erlendra gesta og kenna á ensku í þeim sama háskóla — til þess að laða að erlenda stúdenta, til að „markaðs- setja" skólann. Þegar menn eru enn í sjálfstæðisham, þá vilja þeir ekki sætta sig við erlent herstöðvarsjónvarp, þótt ókeypis sé, þeir vilja íslenskt sjónvarp þótt það kosti töluvert — með sömu rökum og það var sjálfsagt að íslend- 52 TMM 1994:4
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.