Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Side 56

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Side 56
Sambærileg lífskjör Nur der verdient sich Freiheit wie das Leben Der taglich sie erobern muss Goethe Æ hvaða íjas er þetta, kunna einhverjir að segja. Maður étur ekki menningu. Aðalatriðið er að hér séu sambærileg lífskjör á við aðrar þjóðir. Ef við höfum ekki sömu lífskjör og þær, þá fer fólkið burt. Þetta er ótrúlega algeng þula. Þeir sem fara með hana gleyma því að íslendingar búa reyndar við ágæt kjör, eins þótt reiknað sé í neyslustigi einu saman og engu öðru. Þeir gleyma því að íslendingar hafa fyrr og síðar starfað í útlöndum um lengri eða skemmri tíma, komið og farið og komið aftur. Þeir gleyma því líka að þótt allir vildu nú hlaupa úr landi til að búa við ódýrari skinku og bjór, þá komast ekki nema fáir og færri en oft áður, ef í það væri farið — af þeirri einföldu ástæðu að allt um kring er nú mikið og vaxandi atvinnuleysi sem enginn telur líkur á að úr dragi. Ég nefni verð á skinku og bjór (og mætti bæta gallabuxum við) — landflóttaþulan leggur nefnilega feiknalega þröngan skilning i lífskjör, hún hugsar um kaupmátt fyrst og síðast. Nú hafa íslendingar verið duglegir við að kaupa allan skrattann, neyslustigið er hátt — og þessi kaupgeta er líka tengd sjálfstæðinu og því fullveldi sem hefur um skeið tryggt okkur yfirráð yfir góðum fiskimiðum. En hitt er alveg rétt: það mun alltaf kosta þó nokkuð að búa á íslandi — ef aðeins er reiknað í krónum og aurum. Smæð mark- aðarins, fjarlægðir, dreifð byggð, stutt sumar — allt leggst á eitt um að gera vörur og þjónustu tiltölulega dýrari en víðast hvar annarsstaðar. Og áður en menn þykjast ætla að bæta úr þessum kaupmáttarvandræðum með því að láta fullveldið lönd og leið, þá er rétt að muna það að það verður alltaf „dýrara“ að búa á íslandi en í suðlægari, fjölmennari og þéttbýlli löndum. England er enginn smámarkaður og verslunarfrelsið víst alveg nóg — samt er vitað að mjög verulegur munur er á smásöluverði þar og í Bandaríkjunum. Einatt um 50%. 15% munur er á matvælaverði milli þessara landa. Vegna þess að stærð hins bandaríska markaðar er slík að kaupmenn fá þar magn- afslátt sem breskir kollegar geta ekki látið sig dreyma um. Hvað þá íslenskir. Að vera þjóð, sagði Renan, það er „un plébiscite de tous les jours“, atkvæðagreiðsla upp á dag hvern. Sá sem vill vera íslendingur hlýtur með einum eða öðrum hætti að standa utan við þann hugsunarhátt sem ríkir á markaðstorgi. I staðinn tekur hann mark á þeim gamla og góða slagara sem segir: „the best things in life are free“. Jökullinn er ókeypis, íslenska er okkur gefin, sjóður bóka og minninga stendur opinn, fámennið er heillandi brýn- 54 TMM 1994:4
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.