Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Side 58

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Side 58
Einangrunargrýlan Land minna feðra, Litháen líkast ert þú heilsu mannsins ekki vissi hann hvað hann átti fyrr en hún var týnd og töpuð. Adam Mickiewicz Sá sem skrifar á þessa leið fær vitanlega orð í eyra fyrir að vera þröngsýnn einangrunarsinni. Hann vilji sem minnst samskipti við aðrar þjóðir, efna- hagsleg og menningarleg. Og fylgja með margar og allt að því sjálfvirkar þulur um að heimurinn sé orðinn ein heild og íslensk menning hafi alltaf staðið með mestum blóma þegar hún átti greið samskipti við önnur menn- ingarsvæði. Og svo framvegis. Það má æra óstöðugan að eltast við slíkar þulur. Þeir sem sækja fast í evrópska heimsþorpið búa sér gjarna til óvin sem er þröngsýnn, íhaldssam- ur, afdalamaður í sauðarlitum, ragur við heimsins gný og þar fram eftir götum. Og freta síðan grimmt á þetta þjóðlega og auma skrýmsli úr svo til öllum hólkum fjölmiðlanna. Þessi óvinur er reyndar ekki til. Allir vita að einangrun íslands er ekki til, hvorki til ills né góðs. Allir eru sammála um að fslendingar eigi og þurfi að eiga margvísleg samskipti við aðrar þjóðir og gera um þau samninga. Allir vita að íslensk menning er ekki einangrað fyrirbæri og verður ekki. Málið snýst alls ekki um slíka hluti, heldur um vilja okkar, ásetning og möguleika þjóðríkis til þess að varðveita eigin rödd, eigið frumkvæði, taka ekki við öllu sem að okkur er rétt, yfir okkur gengur. Láta sér heldur ekki á sama standa um það, hvers kyns samskipti og menningartengsli við aðra eru, hvernig þau nýtast samfélaginu í heild. Því allt sem upp kemur er möguleiki — til hins betra og til hins verra. Inn á þessa hluti kom Catharine Lalumiére, framkvæmdastjóri Evrópu- ráðsins, á menningarþingi sem Svavar Gestsson, þáverandi menntamálaráð- herra, efndi til í febrúar 1991. Hún sagði í ávarpi sínu til þingsins: „f dag liggja straumar í hagfræði, iðnaði, fjármálum og menningu um heim allan. Þetta hefur í för með sér að gildi, siðir og hegðun hafa tilhneig- ingu til að verða hin sömu um allan heim og ógnar þetta menningarvitund þjóða. Það er fjarri mér að hafha „framförunum" og kostunum sem þeim fylgja: aukin fjarskipti og samskipti, aukin nálægð manna og þjóða, bætt móttökuskilyrði fyrir menningarleg og vitsmunaleg áhrif. Það verður ein- faldlega að draga úr áhrifum þeirra krafta sem leitast við að steypa alla í sama mót til að unnt verði að vernda frumleika hverrar menningar og efla það sem er skapandi“. 56 TMM 1994:4
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.