Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Síða 58
Einangrunargrýlan
Land minna feðra, Litháen
líkast ert þú heilsu mannsins
ekki vissi hann hvað hann átti
fyrr en hún var týnd og töpuð.
Adam Mickiewicz
Sá sem skrifar á þessa leið fær vitanlega orð í eyra fyrir að vera þröngsýnn
einangrunarsinni. Hann vilji sem minnst samskipti við aðrar þjóðir, efna-
hagsleg og menningarleg. Og fylgja með margar og allt að því sjálfvirkar
þulur um að heimurinn sé orðinn ein heild og íslensk menning hafi alltaf
staðið með mestum blóma þegar hún átti greið samskipti við önnur menn-
ingarsvæði. Og svo framvegis.
Það má æra óstöðugan að eltast við slíkar þulur. Þeir sem sækja fast í
evrópska heimsþorpið búa sér gjarna til óvin sem er þröngsýnn, íhaldssam-
ur, afdalamaður í sauðarlitum, ragur við heimsins gný og þar fram eftir
götum. Og freta síðan grimmt á þetta þjóðlega og auma skrýmsli úr svo til
öllum hólkum fjölmiðlanna.
Þessi óvinur er reyndar ekki til. Allir vita að einangrun íslands er ekki til,
hvorki til ills né góðs. Allir eru sammála um að fslendingar eigi og þurfi að
eiga margvísleg samskipti við aðrar þjóðir og gera um þau samninga. Allir
vita að íslensk menning er ekki einangrað fyrirbæri og verður ekki. Málið
snýst alls ekki um slíka hluti, heldur um vilja okkar, ásetning og möguleika
þjóðríkis til þess að varðveita eigin rödd, eigið frumkvæði, taka ekki við öllu
sem að okkur er rétt, yfir okkur gengur. Láta sér heldur ekki á sama standa
um það, hvers kyns samskipti og menningartengsli við aðra eru, hvernig þau
nýtast samfélaginu í heild. Því allt sem upp kemur er möguleiki — til hins
betra og til hins verra.
Inn á þessa hluti kom Catharine Lalumiére, framkvæmdastjóri Evrópu-
ráðsins, á menningarþingi sem Svavar Gestsson, þáverandi menntamálaráð-
herra, efndi til í febrúar 1991. Hún sagði í ávarpi sínu til þingsins:
„f dag liggja straumar í hagfræði, iðnaði, fjármálum og menningu um
heim allan. Þetta hefur í för með sér að gildi, siðir og hegðun hafa tilhneig-
ingu til að verða hin sömu um allan heim og ógnar þetta menningarvitund
þjóða. Það er fjarri mér að hafha „framförunum" og kostunum sem þeim
fylgja: aukin fjarskipti og samskipti, aukin nálægð manna og þjóða, bætt
móttökuskilyrði fyrir menningarleg og vitsmunaleg áhrif. Það verður ein-
faldlega að draga úr áhrifum þeirra krafta sem leitast við að steypa alla í sama
mót til að unnt verði að vernda frumleika hverrar menningar og efla það
sem er skapandi“.
56
TMM 1994:4