Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Side 59

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Side 59
Flestir skrifa upp á hluta þessara ummæla — hinir eru færri sem vilja gera eitthvað úr því að það „verði að draga úr áhrifum þeirra kraffa sem leitast við að steypa alla í sama mót“ — því þá koma strax upp erfiðar spurningar: hvernig og með hvaða afli vilja menn rísa gegn þeim straumi? En hjá þeim spurningum verður reyndar ekki komist ef menn ekki kjósa sér strútsins dæmi og stinga höfði í sand. Taki menn líka eft ir öðru: hér var vitnað í franska áhrifakonu. Það er ekki úr vegi að þeir sem neita því að efnahagsleg og pólitísk samrunaþróun í Evrópu og víðar geti orðið hættuleg íslenskri menningu, taki eftir því að Frakkar sem telja amk 50 milljónir og tala eina af heimstungunum hafa þungar áhyggjur af sinni stöðu. Meðan okkar íslensku Evrópusinnar láta sem mannalegast: Okkar menning er sterk og staffírug, hún þolir allt. Gegn dauflegri forlagahyggju Vér bjóðum þeim (Dönum) með ánægju hönd vora til bróður- legrar vináttu og sambands, en vér höfum ekki gott af að þeir umfaðmi oss svo fast, að þeir kæfi oss með vinsemdinni. Jón Sigurðsson (Hugvekja til íslendinga) Ekki er langt síðan íslenskur þingmaður tók sig til og skilgreindi sjálfstæðið upp á nýtt. Það var, sagði hann, áður fyrr í því fólgið að fá að vera í friði fyrir öðrum. Nú er það fólgið í því að fá að vera með (í ákvarðanatöku). Þetta hljómar kannski ekki illa en er þó meira en hæpin viska. Sjálfstæði var og er fólgið í því, að þjóð taki sjálf þær ákvarðanir sem mestu varða í lífi hennar. Hún getur átt samleið og samstarf við aðra um marga þá hluti sem fara ekki eftir landamærum. En ef hún hörfar frá fullveldi til þess að „fá að vera með“ í yfirþjóðlegu skrifræðisbákni, þá er engu líkara en horfið sé aftur til upphafs íslenskrar sjálfstæðisbaráttu. Það var þá að okkur stóð til boða að „vera með“ í ákvarðanatöku innan danska ríkisins með því að senda svosem fjóra fulltrúa á danska þingið. íslendingar þáðu það ekki, eins og allir vita. Jón Sigurðsson skrifaði um þetta efni: „Ef á að byggja á því að Íslendíngar sæki þíng í Danmörku, þá er það víst að það sem best verður í því fyrirkomulagi verður ekki gott, og þjóðþíng íslendinga verður það ekki heldur, því þess ráð verða engin sem geti helgað því þjóðþíngis nafn“. Þeir voru svo miklir afdalamenn og einangrunarsinnar Islendingar á fyrri öld, að þeir settu stefnuna á endurreisn alþingis sem væri meira en nafnið tómt, og hefur mörgum „raunsæismönnum" vafalaust fundið það oflæti eitt og heimska. Þjóðríkið á sér margar ávirðingar, hver skyldi neita því? Ég segi fyrir sjálfan mig: ef það væri allsráðandi siður þessi misserin að mæra íslenskt þjóðríki TMM 1994:4 57
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.