Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Page 60

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Page 60
með yfirþyrmandi „helgislepju", þá mundi það sýnast óþarft að mæla með því og kostum þess eins og hér er reynt að gera. En því er ekki að heilsa, öðru nær. Helgislepjan er annarsstaðar: hún eltir fjölmiðlastjörnur eða þá sam- evrópska hagræðingargúrúa sem fjölmiðlarar góna upp á eins og þeir hefðu fengið heilagan anda í sófann til sín. Það er heldur engin brýn þörf á því nú um stundir að hamast gegn þjóðríkinu í nafni listrænnar afhjúpunar á „sjálfsmynd þjóðarinnar". Margir menn ágætir hafa stungið á blöðrum sjálfsánægjunnar á seinni árum og rækt þar með skyldur hvers samfélags til hlífðarlausrar sjálfskoðunar. Hitt skiptir meiru nú og hér: Straumurinn í umræðunni er allur í þá veru að tala um sjálfstæði, fullveldi, þjóðerniskennd sem eitthvað sem einu sinni var, en er nú úrelt, vafasamt, til trafala, ef ekki beinlínis skaðlegt. Það er blátt áffam mikil þörf á að ganga gegn þeim straumi, þeirri síbylju, því málatil- búnaður allur er með þeim hætti að hann grefur undan þeim tilverurökum sem þessi smáþjóð hefur lengi stuðst við. Við þurfum blátt áfram að muna og vita að það er alltaf um fleiri en einn kost að velja í okkar tilvistarefhum. Ella er ónýtt allt okkar hjal um lýðræði og upplýsingu, og í staðinn kemur daufleg félagsleg forlagahyggja: Það er engin leið önnur. Það eru gömul og ný sannindi að menn verði að berjast fýrir frelsi sínu, sjálfstæði og öðru því sem gott hefur verið talið, upp á hvern dag. Goethe fer með þá hugsun í kveðjuorðum Fausts til heimsins. Ekkert gerist af sjálfú sér. Renan minnti á, að þjóðartilvera er val sem menn standa frammi fýrir á degi hverjum. Smáþjóð getur síst af öllu hangið í þeirri lötu bjartsýni sem segir: Hvenær hefur ekki allt reddast? Tékkneski rithöfúndurinn Milan Kundera hefur komist svo að orði: „Sú spurning: að vera eða ekki, er án afláts borin upp við litla þjóð. Fullveldi hennar er henni átak án afláts, viðfang, barátta. Aðeins sú þjóð sem þráir það af ástríðu að vera hún sjálf, lifa á sinn hátt, aðeins stolt þjóð sem lítur á sérstæða tilveru sína sem þá einu tilveru sem til greina kemur, á það skilið að vera til og lifa og aðeins slík þjóð lifir af‘. Umfjöllun Isaiah Berlins um Herder má finna í „The Crooked Timber of Humanity", Vintage Books, New York 1992 ( m.a. bls 10 og áfram) ívitnanir í Mill, Kautsky, Griffiths eru í bók E. J. Hobsbawns: „Nations and Nationa- lism since 1780“ Cambridge University Press 1992. (bls 34-36). Ummæli Milans Kundera er að finna í bók eftir Philippe Oyhamburu: „L’irréducti- ble phénoméne basque“, Paris 1980 (bls 78) 58 TMM 1994:4
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.