Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Síða 62

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Síða 62
alls sem horfði til framfara á dögum höfundar. Hún var sagan sem fól aðrar minni sögur í sér og átti alls staðar við þar sem eitthvað gott og nýtt gerðist. Við getum kannski skynjað eitthvað af stórfengleik þessarar sögu í augum íslendinga á fyrri hluta 20. aldar, ef við rifjum upp hvernig Eggert Stefánsson söngvari lauk henni í Óði til ársins 1944 í Ríkisútvarpið á nýársdag það ár. Upphaf hans er svona:2 Vertu hljóð.og vertu kyrrlát eitt augnablik.þú hamingjusamaþjóð. Velkominn gestur kom til þín í nótt, velkomnasti gesturinn, sem nokkurntíma hefur komið til íslands. Ár aldanna, ár eilífðarinnar, ár fslands. Það er komið, árið í sögu fslands, hið eina, sem kemur og aldrei fer. Árið, sem komandi kynslóðir, svo lengi sem nokkurt líf er á þessu landi, aldrei gleyma, og alftaf minnast meðan hjarta nokkurs fslendings slær. Þetta ár, sem verður blessað, og heilagt, og eilíft, svo lengi sem landið byggist. Ár örlaganna, sem kemur með réttlœtið og frelsið til ís- lands. Árið eina. Já, vertu hljóð og vertu kyrrlát, þú hamingjusama kynslóð, sem nú lifir þetta. Maður. Kona. Piltur. Stúlka og börn íslands, sem fáið að lifa þenna nýja dag fslands. Hví stöndum við ekki á hæstu fjöllum íslands og lýsum með blysum þessum fagra gesti, og fögnum honum að íslenzkum sið og segjum: „Kom þú sælt og blessað úr skauti eilífðarinnar, þú ár aldanna, ár eilífðarinnar, — ár fslands." Já, sælt og blessað og velkomið. Og tökum hann svo, þenna góða gest, við hönd okkar og leiðum hann inn í höll og hreysi, í sveitir, bæi og byggðir allar, þessa töfralands okkar, því hann er kominn, þessi þráði gestur, sem uppfyllir allar óskir okkar, allar vonir okkar, eftir alda þrá og alda söknuð. Já, vertu velkomið og vertu blessað, þú, þetta eina ár, sem við getum ekki sungið um: „Nú árið er liðið í aldanna skaut — og aldrei það kemur til baka“ — því að þetta ár kemur alltaft'ú baka, kynslóð eftir kynslóð meðan íslenzkt líf er lifað og íslenzk tunga töluð. Alltaf kemur þetta ár til baka, því er það blessað og heilagt og eilíft nú, tengt þessari þjóð og hennar sögu, hennar lífi til heimsenda. Já, vertu þögul, og vertu hljóð og vertu þakklát, þú hamingjusama þjóð, því að nú er árið þitt komið. Sjálfstæðisbaráttan var ekki aðeins erkisaga fslendinga í þeim skilningi að hana mætti draga fram á hátíðarstundum, eins og Páll á Hjálmsstöðum gerði. Þegar menn skráðu meginþráð íslandssögunnar, til dæmis í söguyfirlit handa börnum, þá var sá þráður allur ein samfelld forsaga sjálfstæðisbarátt- unnar. Frásagnir af hetjum sögualdar sýndu hverjir mannkostir byggju í 60 TMM 1994:4
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.