Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Page 65

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Page 65
áttunnar, 1830-74, og þá reyndist viðhorfið talsvert ólíkt. Kaflar um stofnun stéttaþinganna í Danmörku og Baldvin Einarsson, Fjölnismenn, afnám einveldis í Danmörku og þjóðfundinn 1851 gengu auðveldlega út, en heil- brigðismál, dómsmál og neysluhættir urðu útundan. En að vísu varð Jón Sigurðsson útundan líka, enginn kaus að skrifa um hann. Af þessari reynslu verður lítið ályktað annað en það að til er nú ungt söguáhugafólk sem fínnst líkamlegur aðbúnaður alþýðu á fyrri hluta þessarar aldar merkara söguefni en baráttan um uppkastið 1908 eða stofnun íslenska ríkisins 1918. Það hefði þótt skrýtin skoðun um 1944 og raunar talsvert lengur. Er þá árið 1944 hætt að koma til baka? Er saga sjálfstæðisbaráttunnar leif frá liðnum tíma, sem við sitjum uppi með í skólakerfmu af gömlum vana? Það er mál til komið að við hugleiðum hvaða gildi þessi saga hefur fyrir unga íslendinga undir aldarlok. Best er að taka strax fram að mér nægir ekki það svar að saga sjálfstæðis- baráttunnar sé fallin til að vekja þjóðerniskennd ungra íslendinga, gera þá vökula varðmenn tungunnar og sjálfstæðisins eða andvíga inngöngu okkar í Evrópusambandið. Þetta nægir mér ekki af tveimur ástæðum. I fyrsta lagi efast ég mikið um að nám í einni né neinni sögu innræti fólki skoðanir, ef ekki er í fólkinu einhver sérstakur jarðvegur fyrir þær. Saga er ekki sjálfstætt innrætingartæki, en hún getur verið tæki til að staðfesta viðhorf sem fólk hefur eða opna augu fólks fyrir viðhorfum sem það hefur aðrar ástæður til að tileinka sér. í öðru lagi er engin almenn samstaða í þjóðfélagi okkar um verndun hreinnar þjóðmenningar eða sjálfstæðis í þeirri merkingu sem var þegar sjálfstæðisbaráttusagan varð að kjarna íslandssögunnar. Hins vegar verður saga sem kennd er í skólum að styðjast við markmið sem afar breið, nánast einróma, samstaða er um í þjóðfélaginu. III Nú er rétt að staldra við og spyrja hvenær íslendingar komust eiginlega á þá skoðun að sjálfstæðisbaráttan væri merkilegt söguefni? Hún var það sann- anlega ekki þegar Ari fróði, Arngrímur lærði eða Jón Espólín tóku sínar ákvarðanir um hvað væri sögulegt í fortíð þjóðarinnar. Það mun mála sannast að sjálfstæðisbaráttan hafi litið á sig sjálfa sem sögulega þegar hún var að gerast. Við þurfum ekki annað en skoða hvernig þingskrifarinn Benedikt Sveinbjarnarson Gröndal skráði niðurlag þjóðfundarins 9. ágúst 1851 til þess að sannfærast um að hann vissi sig vera að skrá sögulegan atburð.8 Þá sem hafa lesið greinar og þingræður úr sjálfri baráttunni eftir það mun ráma í að menn röktu gjarnan sögu baráttunnar fram til þess tíma.9 TMM 1994:4 63
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.