Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Qupperneq 72

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Qupperneq 72
íslandi með því að gefa út um hann litla bók, þar sem öllum var leyft að hafa sínar skoðanir, og hvatt var til að þátttakendur lægju ekki á ögrandi sjónar- miðum. Ritdómari skrifaði um þá bók í Morgunblaðið að hún væri „mis- heppnuð" af því að honum fundust kaflarnir um sögu og stjórnmál boða rangar skoðanir.23 En almennt viðurkennum við öll forgangsrétt skilnings, þekkingar og ólíkra sjónarmiða, án þess að við vitum fyrirfram að hvaða niðurstöðu slíkt leiðir. Af þessum sökum hljótum við að leitast við að segja sögu sjálfstæðisbaráttunnar á yfirvegaðan hátt, þar sem ólík sjónarmið fá að takast á og viðtakendum er látið eftir að draga sínar eigin ályktanir. Séra Þorkell Bjarnason greip átakanlega fram í fyrir lesendum sínum í niðurlags- orðunum sem eru birt hér á undan: „Ef vér og niðjar vorir elskum þetta land og neytum krapta vorra því til gagns og framfara, þá mun drottinn farsæla þjóð vora, og ókomnar aldir verða henni lukkusælar . ..“ Þetta á söguritari að láta sér nægja að vona að lesendur hans hugsi. Að þessu leyti getum við gert mjög svipaða kröfu til sagnfræðilegrar sögu og skáldsögu. Oftast finnst okkur skáldsögur afleitar ef höfundur túlkar og predikar boðskap sögunnar sjálfur en lætur lesendum ekki eftir að finna hann. Og við getum haldið áfram að beita listrænum rökum. Gamla þjóð- ernissinnaða sagan þeirra Þorkels Bjarnasonar, Boga Th. Melsteð og Jónasar Jónssonar höfðar eldd til okkar lengur, og góðir sögukennarar vilja helst losna við hana í einni kennslustund, af því að andstæður hennar eru of einfaldar. Við könnumst ekki við þessa samstæðu frelsiselskandi þjóð með leiðtoga sem aldrei gerðu neitt rangt, alltaf höfðu réttinn sínum megin og allir elskuðu. Danskurinn, heimskur og illgjarn í senn, er líka allt of óverð- ugur andstæðingur til að henta í góða sögu. Það þarf að dýpka söguna af sjálfstæðisbaráttunni og fylla hana nýrri spennu. Til þess er nóg efni í sögunni. Islendingar voru í rauninni í torleystri klípu á upphafsskeiði sjálf- stæðisbaráttunnar, allt of fáir til að mynda sjálfstætt samfélag af því tagi sem voru tekin alvarlega í Evrópu á þeim tíma en of fjarlægir dönsku samfélagi til að geta samsamað sig því. Þeir urðu að sætta sig við fjárhagslega meðgjöf Dana til að geta tekið við sjálfstjórn sinni og máttu bíta í það súra epli að mestu réttarbætur þeirra voru lögleiddar af danska ríkisþinginu án þess að Alþingi íslendinga samþykkti þær. Loks voru íslendingar margir afskaplega tvíbentir í afstöðu sinni til frelsisins, ákafir í þjóðfrelsi en hræddir við einstaklingsfrelsi meðal eigin landa.24 Aðstaða Dana var líka fúrðu þver- stæðukennd, og vandi þeirra getur vel verið efni í góða sögu ef hann er túlkaður af skilningi og fordómaleysi. Tregða Dana til að láta íslendinga fara sínar leiðir stafaði þannig ekki síst frá mönnum sem höfðu mætur á íslandi vegna tungumálsins og fornmenningarinnar. Vandi Dana í sjálfstæðisbar- áttu íslendinga var að hluta til óendurgoldin ást. 70 TMM 1994:4
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.