Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Blaðsíða 76
Páll Skúlason
Forsendur sjálfstæðis
Spurningin sem ég ætla að hugleiða er þessi: Hverjar eru forsendur sjálfstæð-
is okkar Islendinga? Það má orða þessa spurningu öðruvísi, til dæmis: Getum
við íslendingar búið saman og ráðið ráðum okkar sem ein heild í fyrirsjáan-
legri framtíð? Eða á hverju byggir vilji okkar til að lifa saman og taka
ákvarðanir sem ein heild? Getum við tryggt að sjálfstæði okkar verði virt og
viðurkennt í heimi þar sem þjóðríkið á í vök að verjast?
Spurningin um forsendur sjálfstæðis á sér fleiri hliðar en svo að hægt sé
að gera henni viðunandi skil í stuttu erindi. Hún vísar líka út fyrir sig til
annarra viðamikilla spurninga um menninguna, eðli ríkisins, þróun hag-
kerfa og þar fram eftir götunum. Menningin, ríkið og efnahagurinn koma
saman í spurningunni um sjálfstæði þjóðar á borð við okkur íslendinga.
íslenska ríkið er þá stjórnstöðin þar sem teknar eru ákvarðanir í sameigin-
legum málum, efnahagurinn er það sem þjóðin lifir á og hefur úr að spila,
en menningin er háttur okkará að lifa saman, afla lífsviðurværis og stjórna
lífi okkar. Samkvæmt þessu getum við nálgast spurninguna um sjálfstæðið
úr þremur áttum: Frá stjórnsýslu ríkisins, frá efhahagnum og frá menning-
unni. Við gætum þá jafnvel talað um pólitískt sjálfstæði, efnahagslegt (eða
fjárhagslegt) sjálfstæði og menningarlegt sjálfstæði.
Þetta orðalag getur verið svolítið villandi, því að í almennri umræðu er
sjálfstæði þjóðar oftast lagt að jöfnu við stjórnmálalegt sjálfstæði, það er
hvort þjóðin hafi rétt og möguleika á að taka ákvarðanir í eigin málum,
mynda, sem sagt, það sem kallast „sjálfstætf ‘ eða „fullvalda ríki“. Höfuðverk-
efni hins fullvalda ríkis er meðal annars að tryggja að landsmenn taki sjálfir
ákvarðanir í efnahags- og menningarmálum sínum. Efnahagslegt og menn-
ingarlegt sjálfstæði merkir þá stjórnmálalegt sjálfstæði í efnahags- og menn-
ingarmálum.
Stöldrum við þessa viðteknu sjálfstæðishugmynd. Hún hefur tvær hliðar,
hina ytri og hina innri. Ytri hliðin lýtur að utanaðkomandi hindrunum eða
afskiptum annarra. Innri hliðin lýtur að eigin getu til að stjórna sjálfum sér.
Pólitískt ríki og einstaklingur eru hér í sömu stöðu. Annars vegar þurfa þeir
að vera óháðir valdi annarra. Hins vegar þurfa þeir að hafa stjórn á sér. Orðið
74
TMM 1994:4