Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Side 77

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Side 77
„sjálfræði" segir hér það sem segja þarf. Að vera sjálfstæður er að geta ráðið sér sjálfur, verið sjálfráður gerða sinna. Sá sem er sjálfráður gerða sinna ætlast til þess að aðrir viðurkenni rétt hans til að nýta sér eigið sjálfræði. Samkvæmt þessu er sjálfræðið hvort tveggja í senn innra frelsi eða sjálf- stjórn og ytra frelsi eða sjálfstæði. Orðin „sjálfræði“, „sjálfstjórn11 og „sjálf- stæði“ geta öll átt við innra eða ytra frelsi eða hvort tveggja í senn. í þessu erindi mun ég ekki gera neinn skýran greinarmun á þeim, enda er höfuð- viðfangsefni mitt hér ekki sjálfstæðið sem slíkt, heldur forsendur þess. Einnig er álitamál hversu skarpan greinarmun eigi að gera á innra frelsi og ytra og hvort um tvö hugtök sé að ræða eða fremur tvær hliðar sama hugtaks. Hið innra frelsi verður þá ekki skilið nema með vísun til hins ytra og öfugt. Hið innra sjálfstæði sem felst í getunni til að ráða sér sjálfur kallar á viðurkenn- ingu annarra. Hið ytra sjálfstæði er fólgið í því að rétturinn til að ráða sér sjálfur er viðurkenndur og virtur. Engu að síður blasir við að forsendur sjálfstæðis eru ólíkar eftir því hvort haft er í huga hið innra frelsi eða hið ytra. Forsendur hins ytra sjálfstæðis er vilji og skylda annarra til að virða og viðurkenna sjálfstæðið. Forsendur hins innra sjálfstæðis er vilji og geta til að standa á eigin fótum. Hér er komið visst ófullkomið svar við spurningunni sem ég er að hugleiða: Forsendur sjálfstæðis okkar Islendinga er vilji okkar og geta til að ráða okkur sjálf ogvilji og skylda annarra til að virða frelsi okkar. Hvað felst í þessu svari? Á hverju hvílir viljinn og getan til sjálfstjórnar? Og hvers vegna skyldu aðrir viðurkenna sjálfstæðið? í því sem á eftir kemur mun ég einkum beina sjónum mínum að fyrri lið máls, forsendunum fýrir hinu innra sjálfstæði eða sjálfræði einstaklings og þjóðar. Veitum nú einu eftirtekt sem óbeint hefur komið fram í hinu ófullburða svari mínu við spurningunni um forsendur sjálfstæðis. Forsendurnar íyrir sjálf- stæði þjóðarinnar byggja á því að við getum hugsað þjóðina eins og eina heild sambærilega við einstakling sem veit af sér, setur sér markmið og hugsar sinn eigin gang á yfirvegaðan hátt. Fyrsta spurningin er þá sú hvort þessi samlíking þjóðar og einstaklings fái staðist: Að hve miklu leyti er rétt að bera sjálfstæði þjóðar saman við sjálfstæði einstakrar manneskju? Þjóðin er að sjálfsögðu ekki persóna, heldur tiltekinn hópur fólks sem kemur fram í heiminum sem ein heild með því að lifa saman kynslóð fram af kynslóð. Sögulega séð hafa slíkar heildir lifað og dafnað öldum saman án þess að ráða sér sjálfar í stjórnmálalegu tilliti. Gyðingar og íslendingar eru dæmi um slíkar þjóðir. Einstaklingur getur líka með hliðstæðum hætti lifað TMM 1994:4 75
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.