Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Page 79

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Page 79
Líkt er farið með þjóð. Hún er ekki höndlanleg í neinu hlutlægu formi, heldur birtist í ólíkum myndum í hugum manna, eftir því hver afstaða þeirra er til hennar eða hvernig hún horfir við þeim. Þjóðin sjálf er eins og ósýnilegur lífskraftur sem bindur menn saman með böndum blóðs og skyldu. Af þessum krafti vita menn einungis þegar þeir skynja sig sem hluta af hópi fólks sem lifir saman, skapar og hugsar saman. Sjálfsmyndir manna og myndir af þjóðinni sem þeir tilheyra eru þá órofa tengdar. Að vera sá, sem ég er, er að vera sonur eða dóttir þessarar þjóðar. Boðorðið: „Þekktu sjálfan þig!“ hljóðar þá í nýrri mynd: „Þekktu þjóð þína!“ Þessi nánu tengsl mennsku og þjóðar birtast í þjóðmenningunni sem skipta má í þrennt: í „siðmenningu“, „verkmenningu“ og „bókmenningu“. Siðurinn vísar til breytninnar, verkið til framleiðslunnar og bókin til hug- myndanna sem hún geymir. Þrískipting þessi á sér rætur í því hvernig mennirnir eru gerðir sem lifandi verur: í fýrsta lagi eru þeir félagsverur sem lifa saman í afmörkuðum hópum eins og flestar tegundir lífvera; líf þeirra er samlíf þar sem líðan einstaklinganna skiptir höfuðmáli. Siðir og venjur eiga að tryggja viðunandi líðan manna, öryggi og traust í mannlegum samskiptum. f öðru lagi eru þeir athafnaverur sem breyta sífellt umhverfl sínu með framkvæmdum sem tjá þarfir þeirra, óskir eða langanir. Verkin eiga að tryggja veraldlega hagsæld, völd og virðingu innan hópsins og andspænis öðrum hópum. í þriðja lagi eru mennirnir hugsandi verur sem veita öllu í heiminum eftirtekt, leitast við að skoða og skilja allt sem þar býr og fylgjast með öllu sem þar á sér stað. Hugsanir manna og skoðanir eiga að tryggja sömu eða svipaða veruleikasýn meðal þeirra sem byggja heiminn saman. Menning ber þannig uppi og miðlar sameiginlegum reynsluheimi þar sem menn lifa, starfa og hugsa á sama veg í grundvallaratriðum, hversu ólíkir sem þeir geta verið innbyrðis. Þeir eiga sér sameiginlega vitund og sameiginlegan vilja vegna þess að hugur þeirra er mótaður af og nærist á sömu menningu þar sem sagan geymir siði forfeðranna, landið geymir verk þeirra og tungan hugsanir þeirra. Þjóðin sem ein heild með vitund og vilja er möguleg af því að við vitum að við deilum sömu sögu, sama landi og sömu tungu. En spurningunni er enn ósvarað hvort og þá á hvaða forsendum þjóðin er eða geti verið sjálfstæð. Leiðum aftur hugann að einstaklingnum. Vitund hans og vilji eru nauðsyn- leg skilyrði fyrir sjálfræði hans. En þau eru ekki nægileg; vitund hans getur verið í brotum, viljinn óstaðfastur. Til viðbótar þarf hann það sem kallast TMM 1994:4 77
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.