Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Síða 80

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Síða 80
skynsemi eða dómgreind, hæfileikann til að samræma vitund og vilja, tengja þau saman í heilsteyptri hugsun, áformi eða breytni. Skorti mann alla dómgreind er hann ekki sjálfr áður. En dómgreindina þarf að rækta og þjálfa svo að hún geti unnið vel sitt verk. Og skynsemin verður að vera andlega frjáls og óháð, eigi hún að tryggja sjálfstæði okkar. Hefur þjóðin eitthvað til að bera sem jafnast á við skynsemi einstaklingsins og gerir honum kleift að sjá fótum sínum forráð? Áður en við tökum á þeirri spurningu er rétt að minna á ómetanlega þýðingu þess að einstaklingarnir séu andlega frjálsir og menntaðir, ef þjóð á að geta verið sjálfstæð. Um þetta segir Þórarinn Björnsson, skólameistari Menntaskólans á Akureyri, þegar hann er að fjalla um forsendur þjóðarsjálfstæðis: Eitt hið allra nauðsynlegasta, til þess að hér þrífist sjálfstæði til langframa, er áreiðanlega það, að hér séu menn andlega frjálsir í víðasta skilningi. Á ég þá ekki eingöngu við það, að öllum sé heimilt að tjá hugsanir sínar frjálst og óttalaust, heldur öllu ffemur hitt, að menn séu ekki þrælar neins, að þeir séu andlega sjálfstæðir. Að vísu má segja, að slíkt náist aldrei algerlega. Allir erum vér einhverju háðir meira og minna. En því óháðari sem vér erum, því færari verðum vér um að sjá hlutina eins og þeir eru, og því réttari verða dómar vorir og niðurstöður. (Sjá Rætur og vœngir II, s. 174.) Hið andlega frelsi einstaklinganna tengist að sjálfsögðu beint menntun þeirra, enda segir Þórarinn á öðrum stað að menntun einstaklings hljóti jafnan að verða „einn ríkasti þátturinn í hinni eilífu sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar". (Sama rit, s. 223.) Tvennt er það sem hamlar mest andlegu frelsi á íslandi, að dómi Þórarins: skoðanir og peningar. Andlega frjálsir menn láta hvorki peninga né skoðanir ráða yfír sér. Ef peningasjónarmiðið eitt ræður í hugum manna og þeir skeyta ekki lengur um drengskap, „er þjóðin og sjálfstæði hennar í hættu.“ (Sama rit, s. 174) En það er líka annað sem ógnar andlegu frelsi manna og sjálfstæði þjóðarinnar. Þórarinn segir: Áður var talað um guð og föðurland. Nú höfum vér of margir tapað sambandinu við hina æðstu veru, kjarna tilverunnar. Og í staðinn fyrir föðurland er komið ríki. En sá er munur á ríki og föðurlandi, að föðurlandi þjónuðu menn, en af ríki heimta menn. Og þau skipti eru ekki góð fyrir sálina og þroskann. (Sama rit, s. 174.) Hugleiðum þennan greinarmun: föðurlandið ísland — ríkið ísland. Föður- landið sem slíkt er ekki sjálfstætt, heldur á allt undir þeim mönnum sem eiga 78 TMM 1994:4
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.