Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Page 81

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Page 81
það. í rauninni er föðurlandið í hliðstæðri stöðu og hvítvoðungurinn sem er algerlega ósjálfbjarga og kallar eftir umhyggju og öryggi. Þessi umhyggja birtist meðal annars í landgræðslu og skógrækt. íslendingar hafa skyldum að gegna við ísland, náttúru þess og gæði, af því að við lifum á landinu og af gæðum þess. Hagur landsins er forsenda fyrir hagsæld þjóðarinnar í andlegu, siðferðilegu og verklegu tilliti. Ríkið er á hinn bóginn í allt annarri stöðu gagnvart þjóðinni en föður- landið. Ríkið er eða á að vera tæki þjóðarinnar til að ná „því takmarki í verklegum og andlegum efnum, sem hún keppir að“, eins og segir í yfirlýs- ingu sem íslensku nefndarmennirnir í svonefndri Sambandslaganefnd lögðu fram á fyrsta fúndi hennar 1. júlí 1918. (Sjá rit Björns Þórðarsonar, Alþingi ogfrelsisbaráttan, s. 330.) Ríkið er tæki sem beita má á tvo vegu. Annars vegar er það tæki þjóðarinnar til að koma fram andspænis öðrum þjóðum. Hins vegar er það tæki til að taka á innri hagsmuna- og deilumálum þjóðarinnar. Ríkið hefur þannig tvö andlit: Annað snýr út á við, hitt inn á við. Sömu einstaklingar kunna að styðja ríkið með ráðum og dáðum þegar það beitir sér út á við, en eru tortryggnir á ríkið þegar það beitir sér að innri málefnum þjóðfélagsins. Eða öfugt: menn eru sáttir við afskipti ríkisins af innanlands- málum, en ósáttir við stefnu þessi í utanríkismálum. Og þar sem ríkið er vald þá haga menn sér iðulega gagnvart því eins og gagnvart foreldravaldi: Þeir leita ásjár þess. Og þá getur verið stutt í tilætlunarsemina sem Þórarinn gerði að umtalsefni. Af hverju skyldi þjóð vilja að land hennar verði viðurkennt ríki? I yfirlýs- ingu þeirri sem áður er vitnað til koma fram ein þyngstu rök íslendinga fýrir sjálfstæðiskröfu sinni á hendur Dönum: íslenzka þjóðin hefur ein allra germanskra þjóða varðveitt hina fornu tungu, er um öll Norðurlönd gekk fýrir 900-1000 árum, svo lítið breytta, að hver íslenzkur maður skilur enn í dag og getur hagnýtt sér til hlítar bókmenntafjársjóði hinnar fornu menningar vorrar og annarra Norðurlandaþjóða. Með tungunni hefur sér- stakt þjóðerni, sérstakir siðir og sérstök menning varðveitzt. Og með tungunni hefur einnig meðvitundin um sérstöðu landsins gagnvart ffændþjóðum vorum ávallt lifað með þjóðinni. Þessi atriði, sérstök tunga og sérstök menning, teljum vér skapa oss sögulegan og eðlilegan rétt til fullkomins sjálfstæðis. Framfarir þær, er íslenzka þjóðin hefur tekið á síðustu áratugum bæði í verklegum og andlegum efnum, hafa og stórum aukið sjálfstæðis- þarfir hennar og þá jafnff amt eðlilega eflt sjálfstæðisþrá hennar, og hún er sannfærð um það, að fullkomið sjálfstæði er nauðsynlegt skilyrði til þess, að hún fái náð því takmarki í verklegum og andlegum efnum, sem hún keppir að. (Sama rit, s. 330.) TMM 1994:4 79
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.