Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Side 84

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Side 84
sem ein heild? Frá því sjálfstæðið var kunngjört á opinberum vettvangi þjóðanna fyrir 50 árum hefur þetta verið höfuðviðfangsefni stjórnmálanna. Athyglin og orkan hafa beinst að því að byggja upp stjórnkerfi sem gæti dugað til að leysa öll innri ágreinings- og hagsmunamál svo að við gætum öll lifað farsællega saman. Fjárhagslegt öryggi, betri samgöngur og heilsu- gæsla ásamt viðamiklum orkuverum hafa verið höfuðverkefni hins unga ríkis sem um leið hefur verið að læra að fóta sig í flóknum heimi alþjóða- tengsla. fslenska ríkið hefur þannig smám saman verið að læra að vera í senn sjálfráða og sjálfbjarga. Um leið hefur verið gengið að því vísu að þjóðin stæði ævinlega heilshugar að baki ríkinu og að hin menningarlega eining væri trygg í vitund og vilja þjóðarinnar. Sundrungin, sem ég hef áður lýst, á sviði vitundarinnar og viljans hefur samt þegar sett mark sitt á hina pólitísku samheldni. Ríkið sem er og á að vera voldugasta táknið um einingu þjóðar- innar hefur af þeim sökum átt í vök að verjast og í reynd átt í æ meiri erfiðleikum með að halda þjóðinni saman. Að undanskyldu forsetaembætt- inu er óvíst hvort nokkur ríkisstofnun nýtur almennrar og óskoraðrar virðingar meðal þjóðarinnar. Og við þessar aðstæður eru að verða þær breytingar í stjórnmálum Evrópu sem breyta eðli þeirrar pólitísku samhæf- ingar sem við íslendingar höfum smám saman verið að reyna að tileinka okkar. Sú breyting á fullveldi ríkisins, sem Evrópusambandið boðar, snertir þar með eðlilega hina viðkvæmustu strengi í sál þjóðar sem hefur helgað sig baráttunni fyrir sjálfstæði, fýrir því að ráða algerlega eigin innri málum og koma fram upprétt og heilsteypt á opinberum vettvangi þjóðanna. Áður en við ræðum nánar þennan vanda, skulum við leiða hugann aftur að vanda samhæfingarinnar almennt, þeirrar samhæfmgar á sviði vitundar, vilja og skynsemi, sem er forsenda sjálfstæðisins. Fyrst er á það að minna að samhæfmgin er óendanlegt verkefni, hún er aldrei endanleg, aldrei trygg, aldrei fullmótuð eða fullkomin. Þess vegna er sjálfstæðið, hið raunverulega sjálfstæði þjóðarinnar, aldrei í höfn, heldur getur hvenær sem er siglt sinn sjó, ef við gætum ekki stöðugt að okkur. Sama gildir að sjálfsögðu líka um menninguna. Hana þarf og verður sífellt að skapa eða réttara sagt endurskapa með því að vinna úr arfinum sem hugurinn nærist á til að átta sig á tilverunni. Þetta vitum við öll og þess vegna þurfum við núna að einbeita okkur af alefli að vitund þjóðarinnar og vilja í því skyni að samhæfa þau á nýjan leik. Ég sný mér fýrst að vitundinni, síðan viljanum. Höfuðvandinn við sam- hæfingu þjóðvitundarinnar á okkar dögum felst í því að lífshættir hafa gjörbreyst. Frá því að lifa og hrærast í tiltölulega öruggum og lokuðum heimi sveita og lítilla bæja höfum við verið að feta okkur út á hálan ís óljósrar og sundraðrar „heimsmenningar" þar sem enga trausta heimsmynd er að finna 82 TMM 1994:4
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.