Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Qupperneq 86

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Qupperneq 86
fyrirtækjasamsteypa þar sem hver höndin virðist stundum vera upp á móti annarri og menn stefna hver að sínum markmiðum, án þess að skeyta um markmið annarra eða langtímamarkmið þjóðarinnar. Vandinn hér er því sá að sjá fyrir sér ísland framtíðarinnar á sviði atvinnulífs og framleiðslu þeirra gæða sem við þurfum til að lifa. í þessum efnum eru þegar á meðal okkar kröftugar ímyndir sem við þurfum að taka afstöðu til og gera upp við okkur hvort og þá hvernig við viljum láta stýra skipulagi og framkvæmdum þjóð- arinnar. Ein ímyndin er sú að ísland sé og hljóti að verða um ókomna tíð ein öflugasta verstöð heims. Og rök þessarar ímyndar eru vissulega sterk: Við eigum velmegun þjóðarinnar að þakka togaraflota og framleiðslu sjávaraf- urða. Önnur ímynd er sú að Island sé og eigi að vera orkustöð sem framleiði rafmagn til stóriðju hérlendis og einnig til útflutnings. Þessi ímynd hefur þegar sett mjög mark sitt á þjóðfélagið því mestu sameiginlegu fjárfestingar okkar hafa einmitt verið í orkuverum og við höfum jafnframt eignast hóp manna með mikla sérþekkingu til slíkra framkvæmda. Þriðja ímyndin sem ég vil nefna er sú að ísland verði ráðstefnu- og fundasalur fyrir fjölþjóðaþing og hópa af öllu tagi sem leita að friðsælum stöðum til að ræða mál sín og kynnast nýjum veruleika. Ég hef ekki nefnt þessar framtíðarímyndir hér í því skyni að vega þær og meta, heldur eingöngu sem dæmi um þá heildarsýn sem við þurfum á að halda til að áforma framtíðina og skipuleggja rekstur þjóðfélagsins í heild sinni. Sjálft menntakerfi þjóðarinnar þarf að laga að þeirri framtíðarsýn sem við gerum okkur um það á hverju við ætlum að lifa og hvernig við ætlum að skipuleggja líf okkar í landinu og ekki síst að halda landinu í byggð. Ég get þó ekki látið hjá líða að nefna efasemdir bæði um verstöðina ísland og orkuverið ísland. Ég geri það ekki af því ég vilji draga úr þýðingu sjávarútvegs eða raforkuvera, heldur vegna þess að þessar ímyndir eru alltof einhæfar til þess að geta samhæft þjóðarviljann þegar til lengdar lætur. Við viljum sjá fyrir okkur miklu fjölhæfara þjóðfélag á sviði athafna og sköpunar en þær bjóða upp á. Við viljum til að mynda sjá ísland fyrir okkur sem miðstöð vísinda og lista í vissum greinum, þangað sem leitað verði til okkar vegna þess að við höfum eitthvað að gefa heiminum af því sem við sköpum í vísindum og listum. Þröngsýni okkar á þessu sviði kann þegar að hafa valdið óbætanlegum skaða af því við höfum ekki hlúð að hæfileikum manna eða skirrst við að skapa afburðafólki skilyrði til verka hér á landi af eintómum asnaskap eða skilningsskorti á gildi sköpunar í vísindum og listum. Hvernig við fjárfestum og skipuleggjum okkur á þessum sviðum á næstu árum og áratugum kemur vafalaust til með að ráða úrslitum um það hvort þjóð- menning okkar muni endurnýjast og lifa af í þeirri miklu menningarsam- 84 TMM 1994:4
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.