Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Síða 87

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Síða 87
bræðslu sem nú fer fram í heiminum eða hvort hún muni smám saman koðna niður og hafna á fornleifasafni sögunnar. Vafalaust er það óttinn við þau örlög sem nú kyndir undir efasemdum okkar um formlega þátttöku í Evrópusambandinu ekki síður en hræðslan við að missa stjórn fiskveiða og yfirráðin yfir vatnsorkunni úr landi. Hvað verður um okkur ef Evrópuþing og sameiginleg stjórnsýsla hinna stóru Evrópuþjóða fá í hendur völd í málefnum þjóðarinnar og rétt til að ganga frá alls kyns samningum okkar við önnur ríki? Þessu óöryggi tengist líka kvíði sem kann að eiga sér djúpar rætur í þjóðarsálinni. Það er kvíðinn við að taka til máls og koma fram sem sjálfstæð þjóð á þingi stórþjóða þar sem teknar eru ákvarðanir sem skipta sköpum jafnt fyrir hag okkar og viðkom- andi þjóða. Hér er það smæð okkar sem vegur þungt, ekki aðeins höfðatalan, heldur hin menningarlega smæð, minnimáttarkenndin. Stundum hefur mér fundist við leggja einstaka rækt við þessa kennd og þau viðhorf sem henni fylgja, jafnvel í samstarfi við aðrar Norðurlandaþjóðir. Og vafalaust könn- umst við mörg við þessa tilfmningu hjá sjálfum okkur. Gegn henni duga engin einföld ráð svo sem að bera sig mannalega og þykjast ekki láta á neinu bera. Minnimáttarkenndin sprettur af vanmetakennd og hún smitar alla framkomu manns og hugsun. Ef til vill er hún alvarlegasta ógnunin við sjálfstæði okkar sem þjóðar og sem einstaklinga. Ef við treystum ekki fyllilega á sjálf okkur, þá getum við ekki staðið örugglega á eigin fótum og verið fúllkomlega heilsteypt frammi fyrir sjálfum okkur og öðrum. Ef við trúum ekki á sjálfstæði okkar, getum við heldur ekki gengið heilshugar til samninga við aðra; við erum hrædd og tortryggin og vitum ekki hvernig við eigum að haga okkur. Hinn eiginlegi sjálfstæðisvandi okkar er, samkvæmt því sem nú hefur verið sagt, á sviði tilfinninga okkar og hæfileika til að þroska þær og dýpka svo að við getum lifað saman og með öðrum þjóðum sem sjálfstæðar skynsemisverur. Ákvörðunin um samstarf við aðrar Evrópuþjóðir og hversu náið það skal vera á að ráðast og mun vonandi ráðast af því hvernig okkur líður með sjálfum okkur í slíku samstarfi, ekki af fjárhagslegum hagsmunum eingöngu. Evrópusambandið kemur til með að hafa ráð okkar í hendi sér í veigamiklum atriðum með samþykktum sínum og reglum sem við hljótum að laga okkur að, hvort sem við göngum í þetta samband með formlegum hætti eða ekki. Sterkustu rökin með aðild eru þau að með henni getum við haft meiri áhrif á samskipti okkar við aðrar Evrópuþjóðir en ef við stöndum utan sambandsins. Sterkustu rökin gegn aðild eru þau að við séum ekki andlega reiðubúin og ekki nægilega sjálfstæð til að taka fúllan þátt í þeirri nánu samvinnu sem af okkur yrði krafist. En raunverulegt sjálfstæði okkar TMM 1994:4 85
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.