Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Page 99
sögu sem hann nefndi Messías og vann
að undir lok ævinnar. Allir pappírar sem
höfðu verið í hans vörslu tortímdust í
styrjöldinni. „Handrit brenna ekki,“
segir meistarinn í sögu Bulgakovs, en
því miður virðist sú huggunarríka full-
yrðing ekki ná yfir þessa sögu. Samlandi
Schulz, skáldið Jerzy Fickowski, hefur
helgað megni ævi sinnar leit og söfnun
á bréfum og handritum Schulz, og gaf
m.a. út safn bréfa sem höfðu varðveist
hjá viðtakendum, en það er aðeins lítið
brot af því sem vitað er að hann ritaði,
því bréfaskriftir voru honum nánast
þráhyggja, og sögurnar í fyrri bókinni
spruttu af bréfum til vinkonu hans,
Deboru Vogel, sem sjálf var skáld. Það
var svo önnur skáldkona, Sofía Nalk-
owska, sem hjálpaði honum að fá verkið útgefið. Krókódílastrœtið kom fyrst
út árið 1934, þegar Schulz var 42 ára. Upphaflegur titill var Kanilbúðirnar.
Þá hafði hann lengi stundað myndlistarkennsluna, sem kvaldi hann ósegj-
anlega, olli klofningi og þunglyndi því skriftirnar drógu hann til sín, en hann
varð að vinna fyrir sér. Raunar var hann dráttlistarmaður sem fór sínar eigin
leiðir og hélt stöku sinnum sýningar sem vöktu þó nokkra athygli, og myndir
hans eru áreiðanlega hnossgæti fyrir þá sem hafa fengist við að strauja og
sterkja gamla sloppa af Sigmund Freud. En tjáningarmáttur hans hlaut þó
öflugri útrás í skáldskapnum, og þar stendur hann algerlega einn í evrópsk-
um bókmenntum; þrátt fyrir nefndan skyldleika við Kafka skilja þá veraldir.
Stíll Bruno Schulz er höfugur, hann hnígur fram einsog hunang úr
glerkrukku sem hefur oltið á hliðina (án þess að brotna), en samt er ekki um
sætleika að ræða. Líkingar brugðnar hver yfir aðra og mynda „net til að veiða
vindinn“.
„Ég er fangi eigin myndhverfmga," sagði Bruno einhversstaðar um sjálfan
sig; en í raun ber skáldskapur hans vitni einkennilega þrungnu innra lífí, sem
erfrjálst ogbundið ísenn. Þessi litli gyðingabær, Drohobycz, öðlast á einhvern
hátt „mýtískt“ og jafnvel „mýstískt“ vægi í sagnaveröld hans. Samspil mynd-
gerðar hans og skrifa er athyglisvert, en hann er einn þeirra höfunda sem býr
yfir óvenjusterkri myndrænni skynjun og tekst að miðla henni í stíl sínum.
Landi hans, Isaac Bashevis Singer, sem ekki var útlátasamur á hrós um
samtíðarmenn sína, sagði um hann á einum stað að hann hafi á stundum
TMM 1994:4
97