Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Page 99

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Page 99
sögu sem hann nefndi Messías og vann að undir lok ævinnar. Allir pappírar sem höfðu verið í hans vörslu tortímdust í styrjöldinni. „Handrit brenna ekki,“ segir meistarinn í sögu Bulgakovs, en því miður virðist sú huggunarríka full- yrðing ekki ná yfir þessa sögu. Samlandi Schulz, skáldið Jerzy Fickowski, hefur helgað megni ævi sinnar leit og söfnun á bréfum og handritum Schulz, og gaf m.a. út safn bréfa sem höfðu varðveist hjá viðtakendum, en það er aðeins lítið brot af því sem vitað er að hann ritaði, því bréfaskriftir voru honum nánast þráhyggja, og sögurnar í fyrri bókinni spruttu af bréfum til vinkonu hans, Deboru Vogel, sem sjálf var skáld. Það var svo önnur skáldkona, Sofía Nalk- owska, sem hjálpaði honum að fá verkið útgefið. Krókódílastrœtið kom fyrst út árið 1934, þegar Schulz var 42 ára. Upphaflegur titill var Kanilbúðirnar. Þá hafði hann lengi stundað myndlistarkennsluna, sem kvaldi hann ósegj- anlega, olli klofningi og þunglyndi því skriftirnar drógu hann til sín, en hann varð að vinna fyrir sér. Raunar var hann dráttlistarmaður sem fór sínar eigin leiðir og hélt stöku sinnum sýningar sem vöktu þó nokkra athygli, og myndir hans eru áreiðanlega hnossgæti fyrir þá sem hafa fengist við að strauja og sterkja gamla sloppa af Sigmund Freud. En tjáningarmáttur hans hlaut þó öflugri útrás í skáldskapnum, og þar stendur hann algerlega einn í evrópsk- um bókmenntum; þrátt fyrir nefndan skyldleika við Kafka skilja þá veraldir. Stíll Bruno Schulz er höfugur, hann hnígur fram einsog hunang úr glerkrukku sem hefur oltið á hliðina (án þess að brotna), en samt er ekki um sætleika að ræða. Líkingar brugðnar hver yfir aðra og mynda „net til að veiða vindinn“. „Ég er fangi eigin myndhverfmga," sagði Bruno einhversstaðar um sjálfan sig; en í raun ber skáldskapur hans vitni einkennilega þrungnu innra lífí, sem erfrjálst ogbundið ísenn. Þessi litli gyðingabær, Drohobycz, öðlast á einhvern hátt „mýtískt“ og jafnvel „mýstískt“ vægi í sagnaveröld hans. Samspil mynd- gerðar hans og skrifa er athyglisvert, en hann er einn þeirra höfunda sem býr yfir óvenjusterkri myndrænni skynjun og tekst að miðla henni í stíl sínum. Landi hans, Isaac Bashevis Singer, sem ekki var útlátasamur á hrós um samtíðarmenn sína, sagði um hann á einum stað að hann hafi á stundum TMM 1994:4 97
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.