Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Síða 103
Jórunn Sigurðardóttir
Leikhúshraðlestin
leikárið 1993-94
„Það er einhver úrkynjun í þessu,“ segir leikkonan Írína Nikolajevna Arkad-
ína Trépléva um leikrit sonar síns Konstantíns Gavrilovitsj Tréplévs. Brot úr
þessu leikriti mátti sjá í leikriti Antons Tsjekhovs, Mávinum, á stóra sviði
Þjóðleikhússins á síðastliðnum vetri. í raun er leikrit Konstantíns hvergi til
í heild nema ef vera kynni í hugskoti þeirra sem upplifa leikverkið Mávinn.
Þar fær þessi frumraun Konstantíns samhengi sem gefur því skírskotun og
þá um leið líf. Og það á við um öll leikrit. Á því augnabliki sem leikrit fær
sitt samhengi í leikhúsinu getur það öðlast líf og skírskotun. Á bók er það
áhrifslaust sem leikrit.
„Eg rannsakaði verkið út frá þemanu um kveðjustundina, hvernig við
lifum og kveðjumst. í leikhúsinu erum við sífellt að vinna með hverful
augnablik, sem aldrei verða endurtekin. Það er hluti þess sem gerir þetta starf
svo stórkostlegt. Og einmitt vegna þess að þessi augnablik sem hópurinn í
leikhúsinu eyðir saman, koma aldrei aftur verða þau að vera skemmtileg og
spennandi,“ sagði Rimas Tuminas, leikstjóri sýningarinnar Mávurinn í við-
tali við blaðamann Morgunblaðsins í fyrravetur. Um leið lýsti hann því yfir
að tilgangur lífsins hljóti fyrst og fremst að felast í því „að skapa leikhús, en
ekki t.d. banka eða opinberar stofnanir.“
Leikrit Antons Pavlovitsj Tsjekhovs, fjögur að tölu, teljast til sígildra verka
leikbókmenntanna og í sjálfu sér ekki markvert að þau séu sett upp, hvorki
hér á landi né annars staðar. Eigi að síður þykir mér ástæða til að gera þessa
uppfærslu leikhúslistamannanna þriggja, Rimas Tuminas leikstjóra, Vytaut-
as Narbutas leikmynda- og búningateiknara og Faustas Latenas tónskálds
frá Litháen að upphafsstefi þessara hugleiðinga um síðastliðið leikár í ís-
lensku leikhúsi. Hvers vegna? Vegna þess að þessi sýning var óvenjuleg: hún
var óvenju mikil skemmtun, gerði óvenju miklar kröfur til áhorfenda og gaf
þeim um leið óvenju mikið tóm til að njóta og síðast en ekki síst, og það er
kannski meginástæðan, gerði hún leikhúsinu sem list óvenju hátt undir
höfði.
Með leikriti sínu, sem áður var getið, er hinn ungi Konstantín að feta fyrstu
sporin á skáldskaparbrautinni og segir í kynningu þess öll fýrri form ómögu-
TMM 1994:4
101