Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Page 104

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Page 104
leg, það verði að finna upp ný. Og það var nýr Tsjekhov sem áhorfendur í íslensku leikhúsi upplifðu í Þjóðleikhúsinu s.l. vetur. Leikritið var reyndar gamalt, leikararnir eiga flestir langan feril að baki og við áhorfendur sátum í gamalkunnum þó tiltölulega nýuppgerðum sal Þjóðleikhússins og fylgd- umst með því hvernig tilgangsleysi og rútína eitra samskipti manna og eyðileggja heilu mannslífin. Hvernig hver hræring tilfinninga er gripin á lofti og reynt að búa til úr henni vængi sem megi lyfta viðkomandi upp úr þessum óendanlegu leiðindum. Eða hitt, öllum tilfmningalegum hræringum er haldið í skeíjum í þeirri von að lífið haldi snurðulaust áfram, óbreytt. Þetta hljómar kunnuglega, jafnvel einfeldingslega. En erum við ekki alltaf að takast á við þetta: koma-fara, byrja-hætta, kaupa-selja, upplifa og skipuleggja: hvernig verður líf okkar skemmtilegt, spennandi og sársaukalaust? Það er svo gott að fara í leikhús og fá þetta allt saman á silfúrfati. Staðfesta það síðan eða hafna með lýsingarorðunum „gott“ eða „vonf‘. Punktur. Strax í upphafi sýningarinnar á Mávinum var ljóst að hér var eitthvað annað á ferð; leikar- arnir liðu í sameiginlegri, nær ósýnilegri hreyfingu eins og einn lifandi skúlptúr inn á sviðið og leikurinn á sviðinu rann saman við leikhúsið sjálft og áhorfendurna sem liðu inn í salinn og gerði þá að hluta leiksýningarinnar. Eða var þarna einhver annar galdur að verki? Það voru þeirra hugsanir og tilsvör sem fóru fram á sviðinu, þeirra mótsagnir og samhljómur sem var túlkaður. Auðvitað hafa íslenskir leikstjórar líka lagt sig eftir að nálgast gömul og ný leikrit eftir nýjum leiðum. En það er eins og hér þurfi alltaf útlending, einhvern allsendis ókunnugan til að íslenskt leikhúslistafólk gefi sig aðferð- inni á vald, leggi alla sína „leyndardóma og upplýsingar um listina" í verkið svo notuð séu orð litháíska leikstjórans. Og það sama má segja um áhorf- endur og líklega á þessi lýsing á samstarfi við útlendinga eins við í öðrum listum þar sem einstigið milli snobbs og hroka er ekki síður vandratað. í Þjóðleikhúsinu bar þetta samstarf ríkulegan ávöxt. Þar tókst til dæmis að koma á óvart. Og þótt það að koma á óvart geti ekki verið markmið í sjálfu sér þá er það í dag kannski mikilvægasta forsendan fyrir því að leikhúsið hafi einhver áhrif. Flestir leikhúsunnendur þekkja eitthvað til leikrita Antons Tsjekhovs, hafa jafnvel séð sum þeirra oftar en einu sinni og myndað sér um þau ákveðnar hugmyndir. Þunglyndi og tregi eru líklega þeir strengir mannlegrar náttúru sem fólki hefur þótt Tsjekhov leika á öðrum fremur. Það hefur verið vinsælt meðal leiklistarfólks hér á landi eins og í öðrum vestrænum löndum að setja upp leikrit Tsjekhovs. Hér hafa verk hans þó ekki verið að sama skapi vinsæl meðal áhorfenda. Það er því ekki að ófýrir- synju að „Léttur og dillandi Tsjekhov“ eins og yfirskrift Súsönnu Svavars- 102 TMM 1994:4
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.