Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Side 109
leiHistinni. Það eru leikarar í auglýsingunum í blöðum, útvarpi og sjónvarpi,
þeir troða upp í skemmtiþáttum útvarps- og sjónvarpsstöðva, syngja og
dansa á skemmtistöðunum o.s. frv. Og ekki þýðir fýrir þá að malda í móinn.
Enginn veit, allra síst leikararnir sjálfir, hvenær þeir hrapa aftur ofan í
öldudal. Atvinnuöryggi leikara og leikhúsfólks almennt er afar lítið. Þessar
staðreyndir móta líka leikhúslíf hér á landi, það hefúr áhrif á leikinn í
sýningunum, notkun leikarans og möguleika hans til að þroskast og þróa
ólíkar túlkunarleiðir.
Leikarar eru miklir smugumenn en verkmiðjuleikhús eru hér fá og þeir
sem ráða bara yfir kænu hafa engan kvóta og heldur ekki ráð á flottrollum til
að draga gesti á sýningar sínar utan stofnanaleikhúsanna. Það eru ekki bara
kvikmyndagerðarmenn sem setja hús og heimili að veði til að stunda list sína.
Þrjátíu leiksýningar á einu ári
Á síðasta leikári voru sýnd í leikhúsum landsins þar sem atvinnufólk í leiklist
starfar um það bil 30 leikverk, 3 barnaleikrit, tvö frumsamin og ein leikgerð,
5 ný íslensk leikrit og 3 leikgerðir, 5 nýleg erlend verk og 6 klassísk verk auk
þriggja sem kalla mætti nýklassísk. Tvö gamanleikrit voru frumsýnd á síðasta
leikári og eitt tekið upp frá fýrra ári. Þá eru eftir tvö verk sem ég veit ekki
hvernig réttast væri að flokka: Einleikur Jóhönnu Jónas í Skjallbandalagi með
Maríu Reynisdóttur, Við höfum allar sömu sögu að segja sem sýnt var í
Héðinshúsinu, húsnæði Leikhúss Frú Emelíu og Ástarbréf eftir A.R. Gurrey
sem Herdís Þorvaldsdóttir og Gunnar Eyjólfsson léku á Litla sviði Þjóðleik-
hússins. Þá stóðu leikhúsin öll fyrir ýmsum öðrum uppákomum, kynning-
um á eigin verkum sem og annarra, leildestrum, dagskrám og opnum
húsum. Aðsókn í leikhús á síðasta leikári var og mjög góð. Eftir nokkurra
ára ládeyðu virðist þessi félagslegi kækur, eins og eitt leikskálda okkar kallaði
það nýverið, vera að ágerast. Leikhúsin, einkum þessi stóru, hafa líka lagt
töluvert fé og mannskap í markvissar aðgerðir til að laða fólk í leikhús og þó
að leikhópar atvinnuleildistarfólks hafi ekki tök á slíku þá njóta þau góðs af
þessum aðgerðum.
Vissulega mættu fleiri leggja leið sína í stofnanalausu leikhúsin hvar sem
þeim dettur í hug að troða upp. Á síðasta leikári voru þessir hópar sannarlega
uppáfyndingasamir hvað varðar sýningastaði, þeir sýndu á krám (Besti volgi
bjórinn í bænum — leikhúsið Þormaguð), í tómstundaheimili unglinga
(Vörulyftan- íslenska leikhúsið), í Tjarnarbíó (Býr íslendingur hér- íslenska
lerkhúsið, Standandipína—Frjálsi leikhópurinn) á vinnustöðum (Gúmmí-
endursynda v/síeftir Súsönnu Svavarsdóttur og leikrit Valgeirs Skagfjörð um
alnæmi). En gróskan og athafnasemin í leildistinni er ekki aðeins meðal
TMM 1994:4
107