Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Side 111

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Side 111
íslensku leikritin sem frumflutt voru á síðasta ári voru bæði ætluð börn- um og fullorðnum. Það er ekki síst ánægjulegt að íslensk börn skuli geta séð leikrit sem samin eru hér og nú. Það sem hins vegar vekur athygli með nýju íslensku barnaleikritin—Ævintýri Trítils, leikgerð Ásu Hlínar Svavarsdóttur leikstjóra eftir samnefndri sögu Dicks Laan, Umferðarálfurinn Mókollureftir Pétur Eggerz leikara og leikstjóra Möguleikhússins, Skilaboðaskjóðan eftir Þorvald Þorsteinsson myndlistarmann — er að það er leikhúsfólkið sjálft eða því nákomnir listvinir sem taka sig til og semja leikrit. Að Skilaboðaskjóð- unni undanskilinni eru öll verkin styttri en almennt gerist um leikhúsverk, umgjörð allri er haldið í lágmarki og leikurinn í þessum sýningum var yfirleitt framúrskarandi góður, einfaldur og einlægur. Leikhúsfólkið gerði sér far um að nálgast áhorfendur sína, börnin, á þeirra forsendum og oft tókst þeim líka að sýna þeim lengra en nefíð nær. Reyndar hefur Skilaboða- skjóðan hér ákveðna sérstöðu. Uppsetning Kolbrúnar Halldórsdóttur var stór glæsisýning á stóra sviði Þjóðleikhússins, næstum því of glæsileg. Of stór, of mikil fyrir litlar sálir og líka þær svolítið stærri sem þekkja Skilaboða- skjóðuna, það er að segja söguna, og elska hana. í fyrsta sinn í langan tíma er til orðið sérstakt barnaleikhús hér á landi, barna- og unglingaleikhúsið Möguleikhúsið. Það er fagnaðarefhi og vonandi að forsvarsmenn mennta- og menningarmála beri gæfu til að styðja við bakið á þessu leikhúsi sem og öðrum þeim hópum sem vilja helga sig leikhúsi fyrir ungviðið. Leikhús ætlað börnum má ekki geta notað pen- ingaleysi sem afsökun fyrir því að gera ekki nógu vel. Það er mesta bábilja leikhússins að börn séu gagnrýnustu leikhúsgestirnir. Börn láta bjóða sér allt í leikhúsi nema leiðindi og ef allt þrýtur þá nægir að leikari detti á rassinn eða missi niður um sig buxurnar. Og hvað með íslensku leikritin, bókmenntir leikhússins? Fiskar á þurru landi eftir Árna Ibsen, Ferðalok eftir Steinunni Jóhann- esdóttur, Elín Helena einnig effir Árna Ibsen, Þrettánda krossferðin eftir Odd Björnsson og Góðverkin kalla eftir Ármann Guðmunds- son, Sævar Sigurgeirsson og Þor- Úr Elínu Helenu. TMM 1994:4 109
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.