Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Page 111
íslensku leikritin sem frumflutt voru á síðasta ári voru bæði ætluð börn-
um og fullorðnum. Það er ekki síst ánægjulegt að íslensk börn skuli geta séð
leikrit sem samin eru hér og nú. Það sem hins vegar vekur athygli með nýju
íslensku barnaleikritin—Ævintýri Trítils, leikgerð Ásu Hlínar Svavarsdóttur
leikstjóra eftir samnefndri sögu Dicks Laan, Umferðarálfurinn Mókollureftir
Pétur Eggerz leikara og leikstjóra Möguleikhússins, Skilaboðaskjóðan eftir
Þorvald Þorsteinsson myndlistarmann — er að það er leikhúsfólkið sjálft
eða því nákomnir listvinir sem taka sig til og semja leikrit. Að Skilaboðaskjóð-
unni undanskilinni eru öll verkin styttri en almennt gerist um leikhúsverk,
umgjörð allri er haldið í lágmarki og leikurinn í þessum sýningum var
yfirleitt framúrskarandi góður, einfaldur og einlægur. Leikhúsfólkið gerði
sér far um að nálgast áhorfendur sína, börnin, á þeirra forsendum og oft
tókst þeim líka að sýna þeim lengra en nefíð nær. Reyndar hefur Skilaboða-
skjóðan hér ákveðna sérstöðu. Uppsetning Kolbrúnar Halldórsdóttur var
stór glæsisýning á stóra sviði Þjóðleikhússins, næstum því of glæsileg. Of
stór, of mikil fyrir litlar sálir og líka þær svolítið stærri sem þekkja Skilaboða-
skjóðuna, það er að segja söguna, og elska hana.
í fyrsta sinn í langan tíma er til orðið sérstakt barnaleikhús hér á landi,
barna- og unglingaleikhúsið Möguleikhúsið. Það er fagnaðarefhi og vonandi
að forsvarsmenn mennta- og menningarmála beri gæfu til að styðja við
bakið á þessu leikhúsi sem og öðrum þeim hópum sem vilja helga sig leikhúsi
fyrir ungviðið. Leikhús ætlað
börnum má ekki geta notað pen-
ingaleysi sem afsökun fyrir því að
gera ekki nógu vel. Það er mesta
bábilja leikhússins að börn séu
gagnrýnustu leikhúsgestirnir.
Börn láta bjóða sér allt í leikhúsi
nema leiðindi og ef allt þrýtur þá
nægir að leikari detti á rassinn eða
missi niður um sig buxurnar.
Og hvað með íslensku leikritin,
bókmenntir leikhússins? Fiskar á
þurru landi eftir Árna Ibsen,
Ferðalok eftir Steinunni Jóhann-
esdóttur, Elín Helena einnig effir
Árna Ibsen, Þrettánda krossferðin
eftir Odd Björnsson og Góðverkin
kalla eftir Ármann Guðmunds-
son, Sævar Sigurgeirsson og Þor-
Úr Elínu Helenu.
TMM 1994:4
109