Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Page 116

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Page 116
Þorsteinn Gylfason Er tónlist mál? I Samlíkingin Ég spyr hvort tónlist sé mál, en ég hef ekki í huga að svara þessari spurningu. Ég ætla að láta mér nægja að varpa ofurlitlu ljósi á hvað í henni felst, og þar með kannski svolitlu ljósi líka á hvað til þess þyrfti að svara henni. Ég hef reynt þetta áður, bæði í fyrirlestrum í Tónlistarskólanum í Reykjavík og í prentaðri ritgerð,1 en nú ætla ég að reyna betur. Ef ég get þá gert betur. Þegar Haydn var 58 ára bjóst hann til Englandsferðar. Vinir hans löttu hann fararinnar. Mozart bar því við að Haydn kynni ekki orð í ensku. Þá sagði Haydn: „En allur heimurinn skilur málið sem ég tala.“ Ég held þetta hljóti að vera kunnugleg hugsun á okkar tímum, og þess vegna kemur okkur það ekki á óvart að hún skýtur upp kollinum um allar jarðir. „Mál tónlistar- innar er sameiginlegt öllum kynslóðum og öllum þjóðum. Allir skilja það vegna þess að þeir skilja það með hjartanu.“ Þetta sagði Rossini. Og Richard Wagner bergmálar það í bók sinni um Beethoven.2 Nú má að vísu efast um að allir menn skilji til dæmis strengjafjarka eftir Haydn. Við Vesturlandabúar eigum fullt í fangi með að meta tónlist úr Austurlöndum—indverska tónlist eða kínverska—og raunar getur margt í okkar eigin tónlist verið okkur hulið líka, til dæmis tólftónatónlist, rafeinda- tónlist eða rokk ef við erum fyrst og fremst handgengin strengjafjörkum eftir Haydn. En tökum vel eftir að þetta eru ekki efasemdir um að tónlist sé mál, heldur aðeins um að hún sé mál allra þjóða og allra kynslóða. Ef við getum sagt að kínversk leikhústónlist sé okkur óskiljanleg, eins og kínversk setning er okkur sem ekki kunnum kínversku óskiljanleg, þá verður tónlistin fyrir vikið líkari mæltu máli en hún er í ummælum tónsnillinganna þriggja. Ummælin þrenn eru að sjálfsögðu lofgjörðir um tónlistina, og tilsvar Haydns er blandið stolti sem hann stendur alveg undir. Lofgjörðirnar eru ekki kenningar um eðli tónlistar. En þær eru fólgnar í samlíkingu máls og 114 TMM 1994:4
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.