Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Side 117

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Side 117
tónlistar sem kynni að vera stofn í kenningu eins og samlíkingar eiga til að vera. Kjarninn í samlíkingunni er að tónlist sé skiljanleg eins og mál er skiljanlegt. Ég sagði að hugsun Haydns væri kunnugleg á okkar tímum, og átti þá einkum við þessa samlíkingu. Samlíkingin á okkar tímum er þó alls ekki bundin við það eitt að við tölum oft um skilning eða vanskilning á tónlist, eða köllum tónlist mál eða notum orð eins og „tónmál“. Við getum líka til dæmis ætlazt til þess af hljóðfæraleikara sem æfir verk að hann reyni að segja eitthvað með því sem hann leikur, að hann leggi ákveðna hugsun í það eða ákveðna tilfmningu. Og þegar þetta hefur tekizt köllum við flutn- inginn túlkun. Allar sömu kröfur gerum við til leikara sem æfir hlutverk þar sem hann fer með mælt mál. II Mattheson Nú vill svo til að samlíking tónlistar og máls er miklu eldri en Haydn. Hún er satt að segja ámóta gömul og sú elzta tónlist sem enn er lifandi tónlist á Vesturlöndum, eins og til dæmis tónlist Monteverdis. Og samlíkingin varð með árunum annað og meira en einber samlíking ólíkra hluta. Hún varð margslungin og vönduð kenning. Johann Mattheson (1681-1764) var tónskáld og kantor í Hamborg, sam- tíðarmaður Bachs. Þær Helga Ingólfsdóttir og Manuela Wiesler hafa leikið verk effir hann í Skálholti. Mattheson var upphafsmaður ýmissa nýmæla í kirkjulegri tónlist. En hann var jafnvel áhrifameiri sem fræðimaður og kenningasmiður en sem tónskáld. Höfuðrit hans hét Hinn fullkomni hljóm- sveitarstjóri (Der vollkommene Kapellmeister). Ein meginhugmynd hans, eins og margra eldri höfunda, var einmitt sú að tónlist sé mál. Hann kallaði hana „mál sem hinir sælu mæla til eilífðarinnar“.3 Þau orð eru auðvitað ekki annað en enn ein lofgjörðin um tónlistina. En Mattheson gerði sína lofgjörð að kenningu. I fæstum orðum yfirfærði hann á tónlistina hugtakakerfi allt annarrar og fornfrægrar listar sem var mælskulist. Á tímum Matthesons og Bachs voru mælskufræði og mælskulist mikilsverðar kennslugreinar í skólum eins og verið hafði frá miðöldum. Bach lærði mælskufræði á skólaárum sínum í Luneburg. í mælskufræði voru hin margvíslegustu listbrögð bundins og óbundins máls greind og flokkuð, þar var mælt fyrir um skipan máls, til TMM 1994:4 115
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.