Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Page 117
tónlistar sem kynni að vera stofn í kenningu eins og samlíkingar eiga til að
vera. Kjarninn í samlíkingunni er að tónlist sé skiljanleg eins og mál er
skiljanlegt. Ég sagði að hugsun Haydns væri kunnugleg á okkar tímum, og
átti þá einkum við þessa samlíkingu. Samlíkingin á okkar tímum er þó alls
ekki bundin við það eitt að við tölum oft um skilning eða vanskilning á
tónlist, eða köllum tónlist mál eða notum orð eins og „tónmál“. Við getum
líka til dæmis ætlazt til þess af hljóðfæraleikara sem æfir verk að hann reyni
að segja eitthvað með því sem hann leikur, að hann leggi ákveðna hugsun í
það eða ákveðna tilfmningu. Og þegar þetta hefur tekizt köllum við flutn-
inginn túlkun. Allar sömu kröfur gerum við til leikara sem æfir hlutverk þar
sem hann fer með mælt mál.
II
Mattheson
Nú vill svo til að samlíking tónlistar og máls er miklu eldri en Haydn. Hún
er satt að segja ámóta gömul og sú elzta tónlist sem enn er lifandi tónlist á
Vesturlöndum, eins og til dæmis tónlist Monteverdis. Og samlíkingin varð
með árunum annað og meira en einber samlíking ólíkra hluta. Hún varð
margslungin og vönduð kenning.
Johann Mattheson (1681-1764) var tónskáld og kantor í Hamborg, sam-
tíðarmaður Bachs. Þær Helga Ingólfsdóttir og Manuela Wiesler hafa leikið
verk effir hann í Skálholti. Mattheson var upphafsmaður ýmissa nýmæla í
kirkjulegri tónlist. En hann var jafnvel áhrifameiri sem fræðimaður og
kenningasmiður en sem tónskáld. Höfuðrit hans hét Hinn fullkomni hljóm-
sveitarstjóri (Der vollkommene Kapellmeister). Ein meginhugmynd hans, eins
og margra eldri höfunda, var einmitt sú að tónlist sé mál. Hann kallaði hana
„mál sem hinir sælu mæla til eilífðarinnar“.3 Þau orð eru auðvitað ekki annað
en enn ein lofgjörðin um tónlistina. En Mattheson gerði sína lofgjörð að
kenningu.
I fæstum orðum yfirfærði hann á tónlistina hugtakakerfi allt annarrar og
fornfrægrar listar sem var mælskulist. Á tímum Matthesons og Bachs voru
mælskufræði og mælskulist mikilsverðar kennslugreinar í skólum eins og
verið hafði frá miðöldum. Bach lærði mælskufræði á skólaárum sínum í
Luneburg. í mælskufræði voru hin margvíslegustu listbrögð bundins og
óbundins máls greind og flokkuð, þar var mælt fyrir um skipan máls, til
TMM 1994:4
115