Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Blaðsíða 134
upprunaleitar, þó með mismunandi
hætti sé, í þessari bók, skáldsögu Fríðu
Sigurðardóttur Meðan nóttin líður frá
1990 og kvikmyndinni Börnum náttúr-
unnar eftir Friðrik Þór Friðriksson svo
einhver dæmi séu tekin, en þau gætu
vissulega verið fleiri. Hornstrandir eru í
rauninni eina heila héraðið sem farið
hefur algerlega úr byggð hér á landi svo
að allt mannlíf er horfið þaðan og svæð-
ið stendur eins og táknmynd um hið
harða líf sem kynslóðirnar lifðu meðan
sækja þurffi lífsviðurværið bókstaflega í
greipar lands og sjávar með tækni stein-
aldar eða safnaraskeiðsins. Það er því
mjög nærtækt að grípa til þessarar tákn-
myndar og nota í nútímanum þegar
menn eru að velta því fyrir sér hverjir
þeir eiginlega eru og hvaðan þeir eru
komnir. Spurningar af þessu tagi virðast
vera mjög áleitnar um þessar mundir og
er það eðlilegt í ljósi þess að breytingar
samfélagsins og þess umhverfis sem við
lifum í verða hraðari og hraðari með
hverju árinu sem líður.
f þeim sögum sem hér eru til umfjöll-
unar má segja að tekið sé á þessu við-
fangsefni með tvennskonar hætti. I
fyrsta lagi er fjallað um þessa spurningu
í sögum þar sem segir frá íslendingum
sem búsettir eru erlendis um lengri eða
skemmri tíma. í fyrstu sögunni segir til
dæmis frá manni sem búið hefur í aldar-
fjórðung í Ástralíu. Sögumaðurinn er
ungur og nýkominn á þessar slóðir og
kynnist þar Loffy frænda sínum og fjöl-
skyldu hans. Báðir eru þeir íslendingar,
en kannski er það ennþá sterkara í þeim
báðum að vera ísfirðingar (eins og í
feðrum þeirra að vera Hornstrending-
ar). Á yfirborðinu er allt slétt og fellt og
Lofty er með afbrigðum hress og spaug-
samur, en undir niðri býr einhver dulinn
harmur eða tómleiki sem helst enginn
má vita af vegna þess að það er ekki
leyfilegur hluti af veruleikamyndinni.
Mér finnst höfundi takast mjög vel að
endurskapa í frásögninni það sérkenni-
lega andrúmsloft og hugarástand sem
ríkir hjá fslendingum sem búið hafa
mjög lengi erlendis og komist hafa bæri-
lega af.
Önnur saga sem nær vel utan um að
lýsa einsemdinni sem fylgir því að vera
langdvölum langt að heiman segir ffá
stúlku sem er við nám í Bandaríkjunum
og á í heldur flóknu sambandi við aðal-
prófessorinn sinn og hefur reyndar lent
í ýmsum hremmingum öðrum í útland-
inu. Þarna notar höfundur aðferð sem
víðar kemur fyrir til þess að undirstrika
óöryggi, en það er að fara tiltölulega ört
á milli sjónarhorna og í leiðinni upp-
heíja að nokkru leyti skilin á milli innri
og ytri veruleika persónanna, þess sem
gerist í huga þeirra og þess sem gerist
fyrir utan hann.
Með þessum hætti gengur lesandinn
aldrei að neinu vísu og verður að hafa
vara á sér við lesturinn, alveg með sama
hætti og persónurnar þurfa að halda
fullri athygli og fara varlega til þess að
ráða við það framandi umhverfi sem
þær hrærast í.
Heima
í nokkrum sagnanna er sögusviðið fs-
land. Viðamest þeirra er sagan þar sem
segir ffá fjórum félögum sem spila
saman badminton og húsverðinum í
íþróttahúsinu, en hann er oftast nær
sögumaður. Þessir fjórir eru máttar-
stólpar bæjarfélagsins, en þeir eiga hver
um sig við ákveðinn innri tómleika að
stríða sem gerir það að verkum að þeirra
innri maður er alls ekki eins sterkur og
traustur og ábyrgðarfullt ytra borðið
gefur til kynna. Gamli maðurinn, hús-
vörðurinn, býr yfir margvíslegri þekk-
ingu um þá og sér þá í sínu sérstaka ljósi,
því hann hefur fylgst með þeim allt ffá
132
TMM 1994:4