Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1995, Qupperneq 115

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1995, Qupperneq 115
svo neikvætt heldur auki beinlínis lit- brigði tilverunnar. Sjálfur bendir Páll réttilega á þetta í spjalli félaganna á Kleppi: „lokum til dæmis þá þarna niðri á þingi. Svoleiðis menn sérðu alls staðar, en svona mönnum eins og okkur kynnistu bara inni á Kleppi.“ (189) Sérstaðan gefur lífi þeirra tilgang, ger- ir þá að englum guðs. Sagan fær þannig á sig allt að því trúarlegan eða kristilegan blæ og má t.d. minna á þegar þeir post- ularnir Pétur og Páll arka um bæinn ásamt Óla bítli sem lítur út eins og Krist- ur og talar á köflum eins og hann. Hinir „útskúfuðu“, sem rétt eins mætti kalla hina „útvöldu", eru þannig æpandi áminning til hinna innvígðu í samfélag- inu. Táknleg merking sögunnar er því hvergi einhlít, heldur ýtir höfundur meðvitað undir ýmsar túlkunarleiðir og gætir sín á að loka engum dyrum. Þetta er einn af höfuðkostum hennar. Eins og nærri má geta í sögu af þessu tagi birtist samfélagsgagnrýni með ýms- um hætti, bæði bein og óbein. Með óbeinni gagnrýni á ég við ýmsar hug- leiðingar og áminningar um að ekki sé allt sem sýnist í sambandi einstaklings og samfélags, en sagan flytur jafnframt berorða gagnrýni á aðbúnað geðsjúkra. Munur geðlæknanna, hins milda og skilningsríka Brynjólfs og svo Lúðvíks sem kallar sjúklinganna „úrþvætti“ end- urspeglar til dæmis þann viðhorfsmun sem finna má í nánasta umhverfi þeirra, og jafnvel pabbi Páls endurspeglar þetta með vissum hætti og fær Pál til að segja: „Það er eitur í beinum fólks þegar okkur geðsjúklingunum líður illa, en það fer álíka mikið í taugarnar á því þegar okkur líður vel.“ (151) Þá kemur líka fram hversu óþægilegur en um leið afhjúp- andi þessi sjúkdómur er fyrir aðstand- endur, veldur tvískinnungi og fyrir þá er dauðinn oft kærkomin lausn, eins og í Péturs tilfelli. 1 þessu sambandi er þó rétt að taka ffam að Einar Már fellur aldrei í þá gryfju að ásaka eða einfalda flókna hluti heldur undirstrikar hann þvert á móti margar hliðar þeirra. Sjálf persóna Páls varpar einnig glöggu ljósi á samfélagið þar sem hann eigrar hálfgal- inn um borgina eins og sléttuúlfur (ekki tilviljun að hann blaðar á einum stað í Steppenwolf effir Hermann Hesse), og lendir í alls konar hremmingum sem að lokum svipta hann lífslönguninni. Sér- staklega er vert að nefna hversu lýsing- arnar á kuldanum, einsemdinni og vonleysinu í lokaköflunum eru vel skrif- aðar. Einna hugstæðust af þeirri marg- ræðu og víðfeðmu samfélagsgagnrýni sem Einar Már ber hér á borð fyrir les- endur verður þó sú sem snýr að bernsk- unni. Um leið og strákarnir eru eins og áhorfendur á leiksviði veruleikans, leit- ast við að átta sig á veröld hinna full- orðnu sem einhvern tíma verður þeirra, þá eru þeir líka þátttakendur. Börnin eru með í „leiknum“, þótt á öðrum forsend- um sé, og draumar þeirra og ímyndanir rekast iðulega á við veruleikann, rétt eins og hjá þeim geðveiku. Þau hafa eins og þeir vissa sérstöðu og þarfnast tillits. Að þessu er komið með beinum hætti þegar glæpahneigð Ómars er rakin til uppvaxtar hans og skorts á hlýju og skilningi. Þetta hefur undanfarin ár ver- ið fyrirferðarmikið stef í norrænum bókmenntum og Einar Már er í þessu efhi á svipuðu róli og sá norræni höf- undur sem nú fer einna víðast um ver- öldina, Daninn Peter Höeg. Mikilvægi bernskunnar og uppeldisins er rauði þráðurinn í öllum hans verkum. Svo annað nærtækt dæmi sé tekið eru hin mótandi öfl bernskunnar eitt meginvið- fangsefnið í frábærri og margrómaðri skáldsögu sænsku skáldkonunnar Kerstinar Ekmans, „Atburðir við vatn“ (Hándelser vid vatten) sem hlaut bók- TMM 1995:2 109
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.