Tímarit Máls og menningar - 01.06.1995, Page 122
tvær bækur eru um margt samvaxnar en
þó er á þeim sá stigsmunur að í þeirri
fyrri var þessi spenna á milli sögumann-
anna, átök efnisins við hinar loft-
kenndu goðsagnir og lýsingarnar á
glæsileik og eymd goðsagnarinnar, hluti
af mjög þéttum texta sem leyfði
söguflaumnum að halda formleysu
sinni upp að vissu marki en rauf ein-
hæfhi hans f sífellu með rödd sögu-
mannsins — skapaði samræðu. f Kvika-
silfri er hins vegar komið að sögulokum.
Það þarf að ganga frá hnútum og leiða
sögur til lykta og því er rokið í að loka
og binda, að ganga nú ffá öllu tryggilega
áður en síðustu dásamlegu síðurnar
(fundur feðganna Bárðs og Halldórs í
sumarbústað Geirmundar gamla) binda
enda á sirkusinn. Þessi frágangsasi klýf-
ur hrynjandi sagnanna. Hann er flaust-
urskenndur í ljósi þess að aðall frásagn-
arinnar ffam að því hefur verið að taka
sér tíma, segja frá með mátulegri hægð
um leið og hrynjandi munnlegu ffá-
sagnarinnar var haldið við. Þessi asi
skemmir líka þann veruleikafund sem er
aðall sögunnar. Veruleikafundurinn
stendur undir skriftunum og ljær þeim
stefnu þó svo að þetta sé eins og áður
sagði kannski eilítið mótsagnakennd
stefna. Þótt textinn lifi á sagnavélinni, á
að hún segi ótrúlegar sögur byggir hann
um leið á að þær séu gagnrýndar og
raktar í sundur. Þessi bók hefði orðið
sterkari hefði hún ekki ánetjast ffásagn-
arferlinu um of, þeirri skyldu að leiða
allt til lykta. Það er eins og brái aftur af
textanum rétt í lokin þegar búið er að
koma skítavinnunni frá, þegar búið er
að sinna skyldum við rökfræðina. Þá
kemst skriffin aftur til sjálfrar sín. Hinir
algerlega eðlisólíku feðgar, hinir eðlis-
ólíku kraffar, renna saman og skilja á ný
í hárbeittum samræðum; þetta er lýsing
á samskiptum skriftarinnar og hins
munnlega. Allt virðist horfið. Faðirinn
er kominn í hálfgildings útlegð eftir að
öll hans áform hafa runnið út í sandinn.
En sonurinn er rétt að byrja. Hann er
rétt að koma sér í stellingar og hripar
niður: „Þetta byrjaði allt með því að...“
Og við erum sest í sagnahringekjuna.
Kristján B. Jónasson
Ástin sigrar grimmdina
og dauoann
Sjón: Augu þín sáu mig. Mál og menning.
Reykjavík 1994.
Rithöfundurinn Sigurjón Birgir Sig-
urðsson, Sjón, hefur hingað til verið
þekktur fyrir að skrifa og yrkja í anda
súrrealisma og fantasíu, fallegan, ljótan
texta og skringilega skondinn, uppfull-
an af undarlegum andstæðum sem
gaman er að eltast við en oft erfiðara að
fanga og útskýra. Hann skrifar texta sem
„kemur villimannlega fram við skilning
góðfúss lesanda og eins virðast orðin
vera rammvillt“ eins og Ástráður Ey-
steinsson bendir á í ágætum ritdómi um
Drenginn með röntgenaugun (TMM
4.87 bls. 507). í þriðju og nýjustu skáld-
sögu sinni Augu þín sáu migkemur höf-
undur ekki jafn „villimannlega“ fram
við lesendur sína og oft áður því nú
hefur hann gengið til liðs við hina raun-
sæju frásagnaraðferð — a.m.k. að hluta!
Að hluta segi ég því Sjón er ekki á því að
láta furðufýrirbærin sigla sinn sjó held-
ur leyfir þeim að fljóta með sem laumu-
farþegum eins og hann orðar það sjálfur
(DV 16. des. 1994). Þar með geta
fantasíuunnendur andað léttar! Hér er
nóg af undarlegum uppákomum sem
afvegaleiða lesandann án þess þó að við-
kvæm veruleikaskynjun hans gangi al-
veg úr skorðum — enda fast haldið um
taumana eins og síðar verður vikið að.
Þegar sagan gerist er síðari heimsstyrj-
116
TMM 1995:2