Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Qupperneq 6

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Qupperneq 6
EYSTEINN ÞORVALDSSON væri mikilvæg þótt forsendurnar séu sjaldan trúarlegar lengur. Á síðari tímum einkennist hugmyndin um samsvörun manns og náttúru einkum af tvennu: í fyrsta lagi að tengsl séu milli náttúrunnar og sálarlífs mannsins og í öðru lagi að fyrir tilstuðlan náttúrunnar geti maðurinn haldið sambandi við uppruna sinn því að náttúran sé upphaflegt umhverfi hans og uppspretta fyrir lífsþarfirnar. Takist honum það ekki verði hann firringunni að bráð. Náttúrukveðskapur efldist mjög með rómantísku stefnunni en náttúru- sýn evrópskrar borgarastéttar einkenndist af viðhorfum hins þreytta borg- arbúa sem leitaði sér afþreyingar og endurnæringar í náttúrulegu umhverfi. í íslenskum bókmenntum var rómantíkin endurreisnarskeið. Náttúran var ekki einungis hluti af hugmyndafræði rómantíkurinnar heldur líka aflgjafi þjóðernisvitundar og sjálfstæðisbaráttu. „Náttúran fögur, eilíf, ung“’ var hluti guðdóms og dýrmæt af þeim sökum. En fegurð hennar og tign varð líka stolt og tákn þjóðar sem átti þetta land og vildi öðlast sjálfstæði. Hundrað árum eftir að blómatíma rómantíkur lauk fara menn að gera sér ljóst að ekki sé sjálfgefið að náttúran verði að eilífu fögur né heldur auðlindir hennar ótæmandi. Tækniframfarir mannsins og velmegun hafa að verulegu leyti orðið á kostnað náttúrunnar. Boði guðs hefur maðurinn framfylgt svo rækilega að hann hefur ekki einungis drottnað yfir lífríki jarðarinnar heldur rányrkt það og kúgað, spillt náttúruauðæfum og mengað jörðina og and- rúmsloftið. Og hann hefur margfaldað eigin tegund svo mjög að vart getur hjá því farið að það ofbjóði framfærslugetu jarðarinnar. Vitneskjan um hættuna af mengun og rányrkju hefur orðið tilefni nýrra viðhorfa til náttúrunnar, nýs gildismats á verðmætum hennar og á öllu lífríkinu, og á síðustu áratugum 20. aldar hafa skáld í ýmsum löndum brugðist við vistfræðivandanum og eyðileggingu náttúruverðmæta. Víða um lönd hafa þessi viðhorf kallað fram nýjan náttúrukveðskap þar sem fjallað er um náttúruna sem vistfræðilegt vandamál, og óhjákvæmilega snerta slík efnistök líka hin pólitísku öfl sem bera ábyrgð á þessum vandamálum. Þessi náttúrusýn, sem er önnur en hin langlífa rómantíska fegurðardýrkun, hefur sem kunnugt er verið hugmyndaaflið að baki borgaramótmælum í ýmsum löndum gegn kjarnorkuverum og kjarnorkumengun, eyðingu gróðurlendis og rányrkju á mörgum sviðum lífríkisins. Sú hugsun að jörðin, vötnin og náttúran öll væri viðkvæm var lengstaf fjarri íslendingum. Þeir voru enda oft hart leiknir af náttúruöflunum og áttu í sífelldri baráttu við þau. Menn virtust álíta að náttúran væri næg og ærin og sjálfsagt að nýta hana sem mest og leiddu ekki hugann að því hvílíkar hættur fylgja röskun lífríkisins. Rányrkja og eyðing náttúruauðlinda hefur verið gífurleg á íslandi allt ffá upphafi byggðar. Hin byggðu svæði hafa hér verið verr leikin en í flestum öðrum löndum Evrópu og engu betri er 4 TMM 1997:4
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.