Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Page 43

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Page 43
Frangois Ricard Augnaráð elskendanna Um Óljós mörk eftir Milan Kundera að sem fyrst slær lesanda Óljósra marka er hversu mjög þessari I J níundu skáldsögu Kundera svipar til þeirrar sem út kom næst á JT undan henni, Með hœgð. Hún er jafn stutt, skiptist á sama hátt niður í 51 stuttan kafla, atburðarás og innskot eru jafn þéttofin, sami meitlaði og nákvæmi prósinn. Það er því ekki einungis umhverfið í upphafi Óljósra marka, hótelið úti landi þangað sem Chantal fer, sem minnir á hallarhótelið þar sem Með hægð gerist. En vissulega eru skáldsögurnar einnig ólíkar á margan hátt. Meginmun- urinn felst í frásagnarhættinum eða tóninum í hvorri bók: hláturinn og háðið kraumaði undir Með hœgð, þar var urmull af stórfurðulegum persón- um samankominn á skordýrafræðiráðstefnu, en andrúmsloftið í Óljósum mörkum er hins vegar alvarlegra, eða í það minnsta hófstilltara, „einkalegra“, og kann skýringin að vera sú að elskendurnir tveir eru svona miðlægir, nánast yfir, undir og allt um kring. Með hœgð einkenndist af samþjöppun tíma og rúms (ein nótt, einn staður) en nú berst leikurinn vítt og breitt (smábær í Normandi, París, Brussel, Lundúnir) og spannar vikur ef ekki mánuði, svo ekki sé minnst á fjölmörg endurlit þar sem löngu liðin fortíð persónanna kviknar á ný. En mér virðist að það sem greinir skáldsögurnar tvær sundur skipti minna máli en það sem tengir þær saman. Það leiðir mig aftur til þess að skoða Óljós mörk í ffamhaldi af Með hægð sem nýjan áfanga þess sem ef til vill verður annar „flokkurinn“ í verkum Kundera, „franskur" flokkur sem kemur í kjölfar þess „tékkneska" sem hófst með Brandaranum og virðist sannarlega hafa endað með Ódauðleikanum. Vitaskuld er of snemmt að velta vöngum yfir því hvað muni felast í þessum nýja flokki. En bygging sagnanna í þeim flokki mun sennilega einkennast af áframhaldandi úrvinnslu þessa forms sem er svo ólíkt „tékknesku“ skáld- sögunum: stutt skáldsaga sem gerist á einu sviði og snýst um fremur fáar persónur og atburði. En flokkunum tveimur svipar saman hvað varðar viðfangsefni og úrvinnslu, því bæði í Óljósum mörkum og Með hægð er að finna samskonar „tilvistargreiningar“ í formi tilbrigða sem áttu sinn þátt í TMM 1997:4 41
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.