Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Blaðsíða 43
Frangois Ricard
Augnaráð elskendanna
Um Óljós mörk eftir Milan Kundera
að sem fyrst slær lesanda Óljósra marka er hversu mjög þessari
I J níundu skáldsögu Kundera svipar til þeirrar sem út kom næst á
JT undan henni, Með hœgð. Hún er jafn stutt, skiptist á sama hátt niður
í 51 stuttan kafla, atburðarás og innskot eru jafn þéttofin, sami meitlaði og
nákvæmi prósinn. Það er því ekki einungis umhverfið í upphafi Óljósra
marka, hótelið úti landi þangað sem Chantal fer, sem minnir á hallarhótelið
þar sem Með hægð gerist.
En vissulega eru skáldsögurnar einnig ólíkar á margan hátt. Meginmun-
urinn felst í frásagnarhættinum eða tóninum í hvorri bók: hláturinn og
háðið kraumaði undir Með hœgð, þar var urmull af stórfurðulegum persón-
um samankominn á skordýrafræðiráðstefnu, en andrúmsloftið í Óljósum
mörkum er hins vegar alvarlegra, eða í það minnsta hófstilltara, „einkalegra“,
og kann skýringin að vera sú að elskendurnir tveir eru svona miðlægir, nánast
yfir, undir og allt um kring. Með hœgð einkenndist af samþjöppun tíma og
rúms (ein nótt, einn staður) en nú berst leikurinn vítt og breitt (smábær í
Normandi, París, Brussel, Lundúnir) og spannar vikur ef ekki mánuði, svo
ekki sé minnst á fjölmörg endurlit þar sem löngu liðin fortíð persónanna
kviknar á ný.
En mér virðist að það sem greinir skáldsögurnar tvær sundur skipti minna
máli en það sem tengir þær saman. Það leiðir mig aftur til þess að skoða Óljós
mörk í ffamhaldi af Með hægð sem nýjan áfanga þess sem ef til vill verður
annar „flokkurinn“ í verkum Kundera, „franskur" flokkur sem kemur í
kjölfar þess „tékkneska" sem hófst með Brandaranum og virðist sannarlega
hafa endað með Ódauðleikanum.
Vitaskuld er of snemmt að velta vöngum yfir því hvað muni felast í þessum
nýja flokki. En bygging sagnanna í þeim flokki mun sennilega einkennast af
áframhaldandi úrvinnslu þessa forms sem er svo ólíkt „tékknesku“ skáld-
sögunum: stutt skáldsaga sem gerist á einu sviði og snýst um fremur fáar
persónur og atburði. En flokkunum tveimur svipar saman hvað varðar
viðfangsefni og úrvinnslu, því bæði í Óljósum mörkum og Með hægð er að
finna samskonar „tilvistargreiningar“ í formi tilbrigða sem áttu sinn þátt í
TMM 1997:4
41