Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Blaðsíða 45

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Blaðsíða 45
AUGNARÁÐ ELSKENDANNA í stuttu skáldsögunum tveimur verður umtalsverð breyting að þessu leyti. Ekki er nóg með að hlutur draumsins aukist, eða verufræðileg staða persóna og viðburða verði í það minnsta óvissari, heldur er sífellt gerður minni greinarmunur á draumi og veruleika. Meðan hugmyndir sem sprottnar voru úr hugarheimi sögumannsins smeygðu sér inn í drauma Veru sofandi í Með hægð gerðust tvær sögur á sama stað þá sömu nótt: annars vegar var sögð saga af skordýrafræðingum á ráðstefnu í nútímanum, hins vegar saga eftir Vivant Denon frá 18. öld. Þó var nokkur greinarmunur gerður á þessum tveimur sögum.Vissulega kom að því að „raunverulegi“ heimurinn og „óraunverulegi“ heimurinn snertust, þegar þeir Vincent og riddarinn hittust, en sá fundur var fremur hverfull og átti sér aðeins stað í morgunsárið; þar með lauk skáldsögunni. í Óljósum mörkum er gengið mun lengra í að blanda þessum tveimur heimum saman. Nú er heimunum ekki stillt upp hlið við hlið, heldur breytist hér einn heimur smám saman í annan heim, „raunveruleikinn“ fer á flot fyrr en varir, hann rekur yfir á svið draumsins (eða til að vera ögn nákvæmari, svið martraðarinnar). Lesum aftur fyrstu blaðsíðurnar í skáldsögunni: strandhótel, baðströnd krökk af fólki, kona er þangað komin og bíður elskhuga síns. Allt er í rauninni ósköp „eðlilegt“. Lesum nú lokþessarar sömu skáldsögu: undarleg nótt í húsi í Lundúnum þar sem rauðar gardínur hafa verið dregnar fyrir glugga, fólk í hamslausum og draugalegum hópsamför- um, dyr eru negldar aftur, nakin kona sem veit ekki lengur hvað hún heitir felur sig inni í kústaskáp, og á sama tíma stendur staurblankur maður úti á götunni fyrir framan húsið og öskrar. Þetta er hrein vitfirring, heimur þar sem viðteknar hugmyndir um „raunveruleikann“ eiga ekki lengur við. Hvernig fór allt úr böndunum milli þessara tveggja kafla? Hvað gerðist? Hvað kom fyrir persónurnar? „Og á hvaða tímapunkti,“ spyr sögumaðurinn, „leystist líf þeirra upp í þessa andstyggilegu hugaróra? [. . .] Hvenær ná- kvæmlega varð raunveruleikinn að óraunveruleika, veruleikinn að draumi? Hvar voru mörkin? Hvar eru mörkin?“2 Eitt af því besta við skáldsöguna er að spurningunni er ekki svarað, hún er stöðugt látin liggja í loftinu ef svo má segja. Frásagnarhættirnir eru felldir svo fullkomlega saman, hvor inn í annan, að lesandinn áttar sig skyndilega á því að hann er lentur inni í miðjum draumaheimi, en getur ekki sett fingur nákvæmlega á hvenær eða hvernig sá draumur hófst, og ekki einu sinni hvort hann hafi byrjað yfirleitt, því ferðin ffá einum heimi til annars gerðist svo mjúklega og átakalaust. „Hvar eru mörkin?“ Vissulega. En einnig mætti spyrja: eru til mörk, staður þar sem venjulegur raunveruleiki endar og vitfirring tekur við? Hvergi hafa þau verið eins klárlega á reiki og í þessu verki Kundera. TMM 1997:4 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.