Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Page 47
AUGNARÁÐ ELSKENDANNA
þurrkaðar burt, gleymdar. Og mitt í þessari fjarvist eru aðeins tvær mann-
eskjur, einangraðar frá öllu, sem horfa hvor á aðra og óttast að týnast.
Ást þeirra Jean-Marcs og Chantal er nefnilega þannig: staður á jaðri
heimsins, til hliðar við lífið, í rauninni gegn lífinu, og er því „villutrú, brot á
óskrifuðum lögum mannlegs samfélags'1.3 Ást þessara elskhuga, hin „algera
návist“ þeirra hvort gagnvart hinu er fiarvera, liðhlaup, jafnvel svik við
heiminn umhverfis þau.
Chantal er sannkallaður liðhlaupi. Frá því sonur hennar lést er allt sem
hana varðar sambandsslit og sjálfkjörin útlegð. Það er ekki nóg með að hún
hafi snúið baki við eiginmanni og fjölskyldu, heldur einnig öllu því ytra
(þjóðfélagið) eða innra (æskudraumarnir) þröngvaði henni til að haga sér,
lifa, hugsa eða finna til á þennan eða hinn háttinn, og tengdi hana þannig
við þann skopleik sem heimurinn og lífið er. Hún er þar með komin í þann
fámenna hóp sögupersóna Kundera sem snúa bakið við þeim endalausa
brandara sem er undirstaða tilverunnar (einkum þó nútímatilverunnar), og
kjósa að stinga af og leita skjóls fjarri hávaða og grettum, annarra eða eigin,
það er að segja þeim hluta þeirra sem þarfnast annars fólks og heimsins til
að vera til.
Manneskja sem befur séð í gegnum blekkinguna dregur sig útúr, fer burt
og þar með gufar sjálfskennd hennar upp. Chantal finnur að hana langar
ekki einungis til að losna við son sinn, heldur einnig við sjálfa sig, við það að
vera sú manneskja sem fortíð hennar, líkami hennar, aldur og starf kreQast
að hún sé. En mikilvægara er þó að hún hefur yfirgefið yfirráðasvæði
sjálfskenndarinnar, það er að segja heiminn þar sem hver og einn verður að
setja upp andlit einstaks og sérstaks sjálfs og verja það andlit fram í rauðan
dauðann, jafnvel þótt það kosti ótal svik og pretti. Þetta veit Jean-Marc, og
hann líður stundum fyrir það: Chantal er með mörg andlit og hann hvorki
getur né vill gera upp á milli þeirra, en það að vera með mörg andlit er á
vissan hátt að vera andlitslaus. Vera aðeins með það andlit sem hún hefur
sjálf ákveðið að vera með, hafa aðeins þá sjálfskennd sem hún hefur kosið
að leita skjóls í: vera ástkona, hin elskaða, sú sem ástaraugu Jean-Marcs hvíla
á.
Ást Jean-Marcs er nefhilega afskekkt hús þangað sem hún getur farið til
að losna út úr heiminum og flýja algerlega eigin fortíð. Dagur ei meir, sögðu
elskendurnir hjá Vivant Denon; gærdagur ei meir, annar staður ei meir, gæti
Chantal bætt við. Þess vegna getur hún setið ásamt Jean-Marc á veröndinni
mitt í hvítunni, verið hamingjusöm, „notið þess að vera laus við ævintýri“5
og fundið hvernig hin rauða rós æskunnar fölnar innra með henni., ,Að lifa,“
skrifaði Kundera annars staðar, „er stöðugt streð við að missa ekki sjónar á
sjálfum sér, að vera statt og stöðugt í sjálfum sér, sínu stasis.“6 Á þessu
TMM 1997:4
45