Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Qupperneq 47

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Qupperneq 47
AUGNARÁÐ ELSKENDANNA þurrkaðar burt, gleymdar. Og mitt í þessari fjarvist eru aðeins tvær mann- eskjur, einangraðar frá öllu, sem horfa hvor á aðra og óttast að týnast. Ást þeirra Jean-Marcs og Chantal er nefnilega þannig: staður á jaðri heimsins, til hliðar við lífið, í rauninni gegn lífinu, og er því „villutrú, brot á óskrifuðum lögum mannlegs samfélags'1.3 Ást þessara elskhuga, hin „algera návist“ þeirra hvort gagnvart hinu er fiarvera, liðhlaup, jafnvel svik við heiminn umhverfis þau. Chantal er sannkallaður liðhlaupi. Frá því sonur hennar lést er allt sem hana varðar sambandsslit og sjálfkjörin útlegð. Það er ekki nóg með að hún hafi snúið baki við eiginmanni og fjölskyldu, heldur einnig öllu því ytra (þjóðfélagið) eða innra (æskudraumarnir) þröngvaði henni til að haga sér, lifa, hugsa eða finna til á þennan eða hinn háttinn, og tengdi hana þannig við þann skopleik sem heimurinn og lífið er. Hún er þar með komin í þann fámenna hóp sögupersóna Kundera sem snúa bakið við þeim endalausa brandara sem er undirstaða tilverunnar (einkum þó nútímatilverunnar), og kjósa að stinga af og leita skjóls fjarri hávaða og grettum, annarra eða eigin, það er að segja þeim hluta þeirra sem þarfnast annars fólks og heimsins til að vera til. Manneskja sem befur séð í gegnum blekkinguna dregur sig útúr, fer burt og þar með gufar sjálfskennd hennar upp. Chantal finnur að hana langar ekki einungis til að losna við son sinn, heldur einnig við sjálfa sig, við það að vera sú manneskja sem fortíð hennar, líkami hennar, aldur og starf kreQast að hún sé. En mikilvægara er þó að hún hefur yfirgefið yfirráðasvæði sjálfskenndarinnar, það er að segja heiminn þar sem hver og einn verður að setja upp andlit einstaks og sérstaks sjálfs og verja það andlit fram í rauðan dauðann, jafnvel þótt það kosti ótal svik og pretti. Þetta veit Jean-Marc, og hann líður stundum fyrir það: Chantal er með mörg andlit og hann hvorki getur né vill gera upp á milli þeirra, en það að vera með mörg andlit er á vissan hátt að vera andlitslaus. Vera aðeins með það andlit sem hún hefur sjálf ákveðið að vera með, hafa aðeins þá sjálfskennd sem hún hefur kosið að leita skjóls í: vera ástkona, hin elskaða, sú sem ástaraugu Jean-Marcs hvíla á. Ást Jean-Marcs er nefhilega afskekkt hús þangað sem hún getur farið til að losna út úr heiminum og flýja algerlega eigin fortíð. Dagur ei meir, sögðu elskendurnir hjá Vivant Denon; gærdagur ei meir, annar staður ei meir, gæti Chantal bætt við. Þess vegna getur hún setið ásamt Jean-Marc á veröndinni mitt í hvítunni, verið hamingjusöm, „notið þess að vera laus við ævintýri“5 og fundið hvernig hin rauða rós æskunnar fölnar innra með henni., ,Að lifa,“ skrifaði Kundera annars staðar, „er stöðugt streð við að missa ekki sjónar á sjálfum sér, að vera statt og stöðugt í sjálfum sér, sínu stasis.“6 Á þessu TMM 1997:4 45
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.