Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Side 92

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Side 92
HELGI HÁLFDANARSON 3.4.91. „Hvernig líður, lagsmaðurí“ Þessa endurtekningu vilja sumir fræði- menn eigna herra Tobíasi, þarsem hún verður öllu frakkari á svip þegar skiptir um ávarpsorð (í frumtexta kemur hér „man“ í stað „sir“). Hins- vegar eignar frumútgáfan Fabíani báðar setningarnar, og virðist þurfa veigameiri rök til að rengja hana. Ástæðan til þess, að Fabían skiptir um tón, er sennilega aðeins sú, að Malvólíó svarar honum ekki í fyrra sinnið; enda kæmi örlítil þögn á milli spurninga Fabíans, ásamt viðeigandi svip- brigðum Malvólíós, bezt heim við það sem á eftir fer. Hinsvegar kæmi síðari spurningin af munni herra Tóbíasar illa við framhaldið. Á það er bent, að endurtekningin stendur sér í línu í frumútgáfúnni; en það hefði hún, að því er virðist, hlotið að gera hvort sem var, einsog á stendur þar. (1964) 5.1.326. „Æ, systir;þú ertfeimin\Hér stendur í frumtexta: „A sisterlyou are she.“ Samkvæmt því ætti að standa hér t.d. „Systir; þú ert hún.“ Hefur útgefendum að vonum þótt sú athugasemd Ólivíu næsta kynleg; og svo er orðalag alltannað en eðlilegt. Ýmsir hafa því breytt þessu, jafnvel sleppt því alveg. Á tíð Shakespeares gat ,Á“ verið upphrópun, og hefur þetta því stundum verið ritað „Ah sisterl. . .“ enda hníga að því öll rök, svo langt sem það nær. Aðrar breytingar hafa verið öllu glæfralegri, svo sem að eigna hertoganum þessi orð og gera úr þeim „and his sister she.“ eða setja „to me“ fyrir „she“. - í þessari þýðingu er gert ráð fyrir að hér eigi að standa: ,,A(h), sister; you are shy“ og Ólivía eigi við hin þöglu kvenlegu viðbrögð Víólu við hinu langþráða bónorði Orsínós. Þó kæmi e.t.v. eins til greina ,A sisteryou are shy“ eða „As sister...“ og þætti Ólivíu feimni Víólu skjóta skökku við frekju Sesaríós áður; en það væri meiri textabreyting, hvað sem öðru liði. Þess má geta, að í skrift þóttu y og e geta orðið nauðalíkir bókstafir, og prentvillan the fyrir thy kemur fyrir hvað eftir annað í frumútgáfum Shakespeares-leikrita. (1964) Simlir konungur (Cymbeline) 2.4.26. „Sko, JakímóF Líklegast mætti þykja, að Posthúmus segði þetta, enda nær óhugsandi annað en Fílaríó segi það sem á eftir kemur: „Skeið- fráir... Velkominn.“ Staða orðanna „Sko, Jakímór eftir innkomu Jakímós gat sem hægast valdið öllum ruglingnum. Fáeinum línum síðar kemur enn talgrein, „SatKajus... þar“, sem nær öllum útgefendum þykir augljóst, að F eigni ranglega Posthúmusi í stað Fílaríó. (Einhverju kynni það að valda, að bæði nöfnin byrja á P í frumtexta.) (1991) 3.1.33. „Lundartún“. Hér stendur í frumtexta „Lud’s town“; en svo nefna 90 TMM 1997:4
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.