Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Page 92
HELGI HÁLFDANARSON
3.4.91. „Hvernig líður, lagsmaðurí“ Þessa endurtekningu vilja sumir fræði-
menn eigna herra Tobíasi, þarsem hún verður öllu frakkari á svip þegar
skiptir um ávarpsorð (í frumtexta kemur hér „man“ í stað „sir“). Hins-
vegar eignar frumútgáfan Fabíani báðar setningarnar, og virðist þurfa
veigameiri rök til að rengja hana. Ástæðan til þess, að Fabían skiptir um
tón, er sennilega aðeins sú, að Malvólíó svarar honum ekki í fyrra sinnið;
enda kæmi örlítil þögn á milli spurninga Fabíans, ásamt viðeigandi svip-
brigðum Malvólíós, bezt heim við það sem á eftir fer. Hinsvegar kæmi
síðari spurningin af munni herra Tóbíasar illa við framhaldið. Á það er
bent, að endurtekningin stendur sér í línu í frumútgáfúnni; en það hefði
hún, að því er virðist, hlotið að gera hvort sem var, einsog á stendur þar.
(1964)
5.1.326. „Æ, systir;þú ertfeimin\Hér stendur í frumtexta: „A sisterlyou are
she.“ Samkvæmt því ætti að standa hér t.d. „Systir; þú ert hún.“ Hefur
útgefendum að vonum þótt sú athugasemd Ólivíu næsta kynleg; og svo
er orðalag alltannað en eðlilegt. Ýmsir hafa því breytt þessu, jafnvel sleppt
því alveg. Á tíð Shakespeares gat ,Á“ verið upphrópun, og hefur þetta því
stundum verið ritað „Ah sisterl. . .“ enda hníga að því öll rök, svo langt
sem það nær. Aðrar breytingar hafa verið öllu glæfralegri, svo sem að eigna
hertoganum þessi orð og gera úr þeim „and his sister she.“ eða setja „to
me“ fyrir „she“. - í þessari þýðingu er gert ráð fyrir að hér eigi að standa:
,,A(h), sister; you are shy“ og Ólivía eigi við hin þöglu kvenlegu viðbrögð
Víólu við hinu langþráða bónorði Orsínós. Þó kæmi e.t.v. eins til greina
,A sisteryou are shy“ eða „As sister...“ og þætti Ólivíu feimni Víólu skjóta
skökku við frekju Sesaríós áður; en það væri meiri textabreyting, hvað sem
öðru liði. Þess má geta, að í skrift þóttu y og e geta orðið nauðalíkir
bókstafir, og prentvillan the fyrir thy kemur fyrir hvað eftir annað í
frumútgáfum Shakespeares-leikrita. (1964)
Simlir konungur (Cymbeline)
2.4.26. „Sko, JakímóF Líklegast mætti þykja, að Posthúmus segði þetta,
enda nær óhugsandi annað en Fílaríó segi það sem á eftir kemur: „Skeið-
fráir... Velkominn.“ Staða orðanna „Sko, Jakímór eftir innkomu Jakímós
gat sem hægast valdið öllum ruglingnum. Fáeinum línum síðar kemur
enn talgrein, „SatKajus... þar“, sem nær öllum útgefendum þykir augljóst,
að F eigni ranglega Posthúmusi í stað Fílaríó. (Einhverju kynni það að
valda, að bæði nöfnin byrja á P í frumtexta.) (1991)
3.1.33. „Lundartún“. Hér stendur í frumtexta „Lud’s town“; en svo nefna
90
TMM 1997:4